Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 176
174
Orð af orði
ég ekki fundið. Elsta dæmi OH um grúska er úr bókinni Pílagrímur
ástarinnar eftir bandaríska rithöfundinn Washington Irving, sem Stein-
grímur Thorsteinsson þýddi. Þýðingin kom út í Kaupmannahöfn 1860
og varð þegar mjög vinsæl. Steingrímur dvaldist í Kaupmannahöfn á
þessum árum og hefur líklega kynnst bókinni þar, en hún varð vinsæl
víða um lönd á þessum árum. Ekki er ólíklegt að hann hafi þýtt úr
dönsku eða að minnsta kosti haft dönsku þýðinguna undir höndum. Þar
sem Steingrímur notar grúska er í dönsku útgáfunni notuð grandske,
en um það hvort bein tengsl eru þar á milli er ekki gott að segja. Kon-
ráð Gíslason þýðir grandske með ‘rannsaka e-ð innvirðulega’ nokkrum
árum áður (1851:174). Steingrímur notar aftur so. grúska í þýðingu
sinni á Róbínson Krúsóe 1886, og hugsanlegt er, að hún sé frá honum
komin.
Næstelsta dæmi OH um grúska er frá 1892, en um aldamótin 1900
virðist sögnin orðin talsvert útbreidd. Hvk. orðið grúsk er samkvæmt
seðlasafni OH frá svipuðum tíma og grúska, en elsta dæmi um það er
úr bréfi frá Benedikt Gröndal til Jóns Árnasonar 1865 (Benedikt Grön-
dal 1954:139). Næstelsta dæmið er síðan úr Dagskrá Einars Benedikts,-
sonar 1896.
Svo virðist sem orðin grúska, grúsk, glúslcra, glúskur komi öll fram í
málinu á svipuðum tíma eða um og uppúr 1860. Af þeim fá grúska og
grúsk fastan sess í málinu, en glúskra og glúskur koma í prentuðu máli
aðeins fyrir hjá Benedikt Gröndal og Benedikt á Auðnum að því er séð
verður, en þeirri spurningu, hvort Benedikt á Auðnum lærði glúskra af
Gandreið Gröndals eða af Arngrími Gíslasyni, verður ekki svarað.
G.K.
HEIMILDIR
Alexander Jóhannesson. 1951-1956. Islandisches etymologisches Wörterbuch.
Berlin.
ÁMSkr = /írni Magnússon Levned og Skrifter. I—II. Köbenhavn 1930.
Ásen, Ivar. 1873. Norsk Ordbog med dansk Forklaring. Christiania.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1981. Nokkrar minjar um kringdan framburð y, ý og
ey í íslensku. íslenskt mál 3:7-24.
BA=Jón Helgason. Fem islandske ordsamlinger fra 18. og 19. árhundrede. Biblio-
theca Arnamagnteana Vol. XX. Opuscula Vol. I. Hafniæ 1960.
Benedikt Gröndal. 1951. Ritsafn II. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
—. 1953. Ritsafn IV. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
—. 1954. Ritsafn V. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.