Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 181
Flugur
179
um þessa útreikninga fyrir mig svo þetta var mjög mikil handavinna.
Niðurstöður voru helstar þær að það er töluverður munur á milli rann-
sókna Björns Guðfinnssonar og RÍN á þá leið að í heildina séð hafði
fólkið tapað einhljóðaframburði að nokkru leyti á þeim tíma sem leið
milli rannsóknanna. Þessi munur er tölfræðilega marktækur. Jafnt sá
hópur, sem hafði flust til höfuðborgarsvæðisins, og sá hópur, sem enn
bjó „heima“, hafði tapað einhljóðaframburði að einhverju leyti. Þetta
var þó mjög einstaklingsbundið; sumir, sem höfðu flust til Reykjavíkur-
svæðisins, hröpuðu mjög mikið í einkunn (mest um 90 eða úr 193 í
103) og til var að fólk, sem enn bjó í V-Skaftafellssýslu, hækkaði í ein-
kunn (mest um 16 eða úr 165 í 181). Sá hópur, sem bjó í V-Skaftafells-
sýslu, fékk einnig töluvert hærri einkunn fyrir einhljóðaframburð á
undan gi en sá hópur, sem hafði flust til Reykjavíkur, og var sá munur
tölfræðilega marktækur.
Mig langaði einnig til að vita hvort einhver munur kæmi fram á mál-
fari kynjanna, t. d. í þá átt að konur legðu frekar niður einhljóðafram-
burðinn en karlar. Það er vel þekkt erlendis að konur tali frekar
„betra“ eða „æðra“ mál en karlar; að þær leiti „upp á við“ í málfari
(sjá t. d. Chambers & Trudgill 1980:71-73). Hérlendis eru tæpast til
stéttamállýskur í sama mæli og í sumum nágrannatungumálunum svo
hér er frekar að búast við því að konur lagi framburð sinn að ríkjandi
framburði þess svæðis þar sem þær búa. Um ástæðu þessa er mér
ókunnugt en þetta er verðugt verkefni fyrir félagsfræðinga að glíma við.
Samkvæmt þessu ættu skaftfellskar konur sem flust hafa til Reykjavíkur
að leggja einhljóðaframburðinn frekar af en karlar en erfitt er að segja
til um hvort skaftfellskar konur í heimasveit leggi framburðinn frekar
niður en karlarnir, eða haldi fast í hann og þá jafnvel frekar en karl-
arnir. Við skulum nú skoða töflu sem sýnir meðaleinkunnir hópanna
(fjöldi málhafa í svigum):
(1) Núverandi dvalarstaður Karlar
Konur Samtals
Vestur-Skaftafellssýsla
Rey kj avíkurs væði
V-Skaft.+ Rvk.
169 (14)
158 (13)
164 (27)
163 (13)
140 (14)
151 (27)
166 (27)
149 (27)
158 (54)
Eins og taflan sýnir fékk hópurinn í heild einkunnina 158; konur fengu
151 og karlar 164 (skáletruðu tölurnar í töflunni). Þetta er töluverður
munur og tölfræðilega marktækur. Vestur-skaftfellsku konurnar sem