Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 189
Flugur
187
Notaðar voru sömu sagnir (að vísu ekki allar) og útbúnar myndir sem
sýndu menn eða tæki framkvæma það sem í sögnunum fólst. Farið var
í nokkurs konar spil með börnunum, þau áttu að búa til orð og „unnu“
síðan viðkomandi myndaspjald, alveg eins og í „an-prófinu“.
Vegna þess að börnunum voru ekki gefin dæmi í byrjun áttuðu þau
sig ekki öll strax á því hvað þau ættu að gera, en þau fengu nægan tíma
til að hugsa sig um og á endanum urðu yfirleitt til ágætis orð.
Hér fer á eftir lýsing á því hvernig stelpurnar fjórar, sem fyrst voru
prófaðar, fóru að því að mynda gerand- og tækisnafnorð.
2.1 Barn 1: 5;8 ára stelpa — samsett orð
Þegar þessi stelpa bjó til gerandnafnorð bætti hún alltaf orðinu
maður eða kall aftan við sagnstofninn, og notaði tengisérhljóð á milli,
næstum alltaf i (undantekningar voru sópa -> sópumaður (fyrsta sögnin
sem hún fékk) og byggja -> byggjukall (fjórða sögnin). Þegar hún
myndaði tækisnafnorð fór hún eins að, bætti alltaf orðinu tœki við,
með tengisérhljóðinu i (nema hvað hoppa varð hopputœki). Og til gam-
ans má geta þess að fyrst leiddi hún af sögninni banka nafnorðið spurj-
umeitthvaðkall, og þegar beðið var um annan möguleika (sögnin banka
ítrekuð) kom bankikall.
2.2 Barn 2: 6V2 árs stelpa — samsett orð
Þessi stelpa fór eins að, notaði samsetningu (þ. e. setti saman sögn og
nafnorð, sbr. barn 1), og oftast tengisérhljóðið i (undantekning var
skera -» skerumaður). Að vísu notaði hún ekkert tengisérhljóð þegar
hún myndaði bankamaður af banka og þvomaður af þvo. Og sögnin
brenna leiddi af sér nafnorðið eldmaður. Tækisnafnorðin voru öll so. +
tengisérhljóð + tæki, og tengisérhljóðið var alltaf i nema í moka, sem
varð mokatœki (í þessu forprófi voru notaðar fleiri sagnir en þegar
prófið var síðan lagt fyrir fleiri börn, meðal þessara sagna var moka).
2.3 Barn 3: Tæplega 7 cira stelpa — samsett orð og ,,-ari-orð“
Þessi stelpa brást nokkuð skemmtilega við, og var hún látin mynda
36 gerandnafnorð og 20 tækisnafnorð. Til gamans fara svör hennar hér
a eftir í heild sinni á næstu bls. í þeirri röð sem hún fékk sagnirnar.
Hér sést hvernig hún prófar sig áfram við orðmyndunina, reynir að
finna orð sem raunverulega eru til og tengjast sögninni, og ef það