Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 192
190
Flugur
sögnunum), en svör fengust frá 11 af fjögurra ára börnunum, hin fjögur
skildu prófið greinilega ekki. Af þeirri ástæðu ákvað ég að láta vera
að prófa yngri börn en fjögurra ára.
Niðurstöðurnar sem hér fara á eftir miðast við þau 26 börn sem
mynduðu einhvers konar orð, þ. e. 11 fjögurra ára börn og 15 fimm
ára.
4. Niðurstöður prófsins
Þar sem engin skýringardæmi voru gefin í byrjun kom ekki á óvart
að börnin þurftu að hugsa sig um nokkra stund áður en þau gátu
myndað fyrsta orðið. í Ijós kom að flest þeirra „duttu niður á“ ein-
hverja eina aðferð, sem þau héldu sig síðan við í gegnum allt prófið.
Á töflunni í (2) á næstu opnu eru svörin flokkuð eftir því hvernig orðin
eru mynduð, hverju er bætt við sagnstofninn. Hlutfallið er reiknað út
frá heildarfjölda svara.
Hér er sýnt hvaða aðferðir fjögurra og fimm ára börnin notuðu,
síðan eru niðurstöður beggja hópanna teknar saman. Einnig sést hvaða
aðferðir hvert einstakt barn notaði (orðin voru, eins og áður sagði, 20
talsins). Eins og fram hefur komið eru niðurstöðurnar frá 15 fimm ára
börnum (hér númeruð 1-15) og 11 fjögurra ára börnum (1-11), þar
sem ekki fengust svör frá fleirum.
Samsett orð: Á töflunni sést að 46.7% orðanna eru mynduð með því
að bæta skýru „gerandmorfemi“ (oftast maður eða kall, en einnig komu
orðin skjóða, púki og nös fyrir, hvert um sig hjá einu barni) við sögnina,
annaðhvort beint aftan við nafnháttarformið eða aftan við stofninn, og
þá yfirleitt með einhverju tengisérhljóði. Eitt barn bætti við maður, en
lét þó oftast -n- eða -inga- inn á milli og fékk þannig orðin skernamað-
ur, lesnamaður, grípingamaður, hoppingamaður, faðmamaður, klifrna-
maður (öll hljóð mjög skýr), drekknumaður, vöknamaður, þvonamað-
ur, fœringamaður, brenningamaður, hlustingamaður, brjótingamaður,
matingamaður, rífingamaður, hellingamaður, bítingamaður, bankinga-
maður, sópingamaður og dragingamaður. Sé þetta talið með samsetn-
ingunum eru 50,8% orðanna mynduð á þann hátt, og er það mun
meira en ,,-an-prófið“ sýndi. Og athyglisvert er að tólf börn af tuttugu
og sex (eða 46% barnanna) nota eingöngu þessa orðmyndunaraðferð.
Viðskeytið -ari: Orðmyndun með viðskeytinu -ari er aðeins 20.6%,
eða mun minna en ætla hefði mátt. Aðeins sjö börn af tuttugu og sex