Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 193
Flugur 191
(eða 27%) nota þessa aðferð, og einungis tvö þeirra (eða um 8%)
mynda öll orðin á þennan hátt.
Önnur viðskeytv.
-i Notkun þessa viðskeytis er 13.5%
-ir Notkun þess er eingöngu 3.5%
-ingi Notkun einungis 3.5%, 1 barn notar þetta (í 17 orðum)
-ingur Notkunin er 3.8%, eitt barn notar það alltaf
-angur Notkunin er 3.8%, eitt barn notar það alltaf
Ekki eru þessi viðskeyti notuð mikið, en gaman væri að prófa fleiri
börn til að sjá hvort þau eru almennt notuð við myndun nafnorða, líkt
og í máli fullorðinna (sjá nánar um orðmyndunarviðskeyti í grein Sig-
urðar Jónssonar (1984) í þessu hefti).
5. Tengisérhljóð í samsetningum barnanna
Þegar börnin settu saman sagnstofn og nafnorð við myndun gerand-
nafnorðs komu yfirleitt einhvers konar tengisérhljóð á milli, þannig að
af sögninni rífa voru mynduð nafnorðin rífumaður, rífimaður og rífa-
maður (að vísu má e. t. v. deila um hvort a-ið þarna er nafnháttarend-
ing eða tengisérhljóð), en stundum var -maður sett beint aftan við
stofninn, t. d. hlustmaður. Þetta átti þó sérstaklega við sögnina þvo, en
þar er skýringin líklega hljóðkerfisleg, og óeðlilegra er að hafa tvö sér-
hljóð saman, þvoamaður er „stirðara“ en þvomaður.
Þegar tengisérhljóðin eru athuguð sést að þau eru ýmist u, i eða a (ef
það er skilgreint sem tengisérhljóð eins og hin). Þótt nú séu komin inn
í málið ýmis tökuorð sem hafa önnur sérhljóð en þessi þrjú í áherslu-
lausum atkvæðum, virðast þau enn hafa sérstöðu, börnin nota engin
önnur.
Það virðist nokkuð tilviljanakennt hvert þessara þriggja tengisér-
hljóða börnin nota mest, og ekki er hægt að segja að eitt þeirra sé notað
meira en annað, u er notað 80 sinnum (33.3%), i er notað 77 sinnum
(32.1%) og a er notað 69 sinnum (28.8%). í flestum tilvikum notar
sama barnið alltaf sama sérhljóðið, en sum börnin hafa þó meiri til-
breytni í notkuninni og athyglisvert virðist vera að safna fleiri dæmum
til þess að athuga hvort það getur hugsanlega farið eftir stofnsérhljóði
sagnarinnar hvaða sérhljóð börnin nota.