Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Qupperneq 197
Flugur
195
tækisnafnorð hjá henni. Þau voru leggistkerra (2;11:12), dinglubjalla
(3;0:3) og klippuskœri (3;0:3). Þarna sést að hún notar tengisérhljóðið
u greinilega tvisvar sinnum.
K.: Tvisvar sinnum býr hann til gerandnafnorð með því að setja saman
sögn og nafnorð og fær þannig orðin málakall (2;7:0) og lagastjóri
(2;8:9, maður sem er að laga bíl). Og einu sinni notar hann viðskeytið
-ari við myndun tækisnafnorðs, notar ristari fyrir brauðrist (2;8:22).
Þegar hann er þriggja ára (3;0:4) er lagt fyrir hann óformlegt ,,-ari-
próf“, þar sem honum eru gefin dæmi um -ari-oró. Og í þeirri upptöku
myndar hann gerandnafnorð með -ari nokkrum sinnum þegar hann er
spurður og „býr til“ orðin dreifari, valtari, sturtari, lyftari og blandari.
Hálfu ári seinna (3;7:16) notar hann svo stjórnari þegar hann er að tala
um skipstjóra á báti. Og í sömu upptöku notar hann tœmari (þ. e. temj-
ari) og Ijóntœmari þegar hann sér mann temja Ijón í myndabók (ljóna-
temjara).
Bj.: Þegar hún var rúmlega þriggja ára var hún prófuð með ,,-an-próf-
inu“ títtnefnda, og eftir það bar nokkuð á -a/7-orðum hjá henni (e. t. v.
lærði hún þessa aðferð í prófinu), þar sem hún lék sér að því að setja
upp aðstæður þar sem hún gat myndað -ari-orð (eða svo virtist vera).
Dæmi: „Ég var að hoppa. Hvað er ég núna? — Hoppariíí (3;3:9). Og
þegar mamma hennar sagði að það þyrfti að bera á skóna hennar sagði
hún: „Hvar er berarinnT1 (3;4:21). Annað dæmi er: „Mamma, ég er
kveikjari. Ég er alltaf að kveikja“ (3;10), og hálfum mánuði seinna
kveikti hún og sagðist vera kveikimaður (3;10:20). Um svipað leyti bjó
hún til hrœrari og sagði svo hrœrarimaður í næstu setningu á eftir, lík-
lega eitthvað að velta þessum mismunandi aðferðum fyrir sér (þetta var
búið til um mann sem var að hræra). Eitt sinn þegar hún var að teikna
sagðist hún heita teiknari, og strax á eftir notaði hún svo -/-endingu og
sagðist vera teikni (3; 10:30). Nokkru seinna var hún í feluleik, og þá
hét sá sem átti að fela sig annaðhvort felir eða felur (líklega -ir, en
frekar óskýrt, 3;11:7). Einu sinni vantaði hana orð yfir ritvél og sagði
þá vélritið (3;10:21). Og löngu seinna (5;9:25) kom hún með blýant
með strokleðri og sagði við mömmu sína, sem var með strokleðurs-
lausan blýant: „Þinn er líka ekki með stroki á.“ Þá spurði mamman:
„Hvað heitir þetta?“ Og stúlkan svaraði, sjálfri sér samkvæm, „strok