Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 199
Ritdómar
Einar Haugen: Scandinavian Language Structures. A Comparative His-
torical Survey. University of Minnesota Press, Minneapolis, 1982. 225
bls.
1.
Enn á ný hefur Einar Haugen, fyrrverandi prófessor í norrænum málum við
Harvard háskólann, sent frá sér rit um þróun norrænna mála allt frá árdögum og
fram á okkar dag. Fyrir nokkrum árum kom út frá hendi höfundar rit um sama
efni: The Scandinavian Languages. f þeirri bók einskorðaði Haugen sig ekki við
hrein málfræðileg atriði, heldur lagði meiri áherslu á að skoða málsöguna í ljósi
málfélagslegra atriða.
í þessari nýju bók bindur Haugen sig við málsögulegan samanburð norrænna
mála eins og undirtitill verksins er til vitnis um. Lítið sem ekkert er fjallað um hin
málfélagslegu atriði. Rit þetta er all mikið minna um sig en hið fyrra, eða ein-
ungis rúmlega 200 síður. Það má ljóst vera að ef gera á skil norrænni málsögu
eins og hún leggur sig á ekki fleiri bókarsíðum, þarf efnið að vera mjög sam-
þjappað og þá er hætt við að ýmis atriði falli brott.
Samkvæmt orðum höfundar í formála krefst bókin lágmarksþekkingar á mál-
fræðilegum hugtökum af lesendum sínum. Kunnátta í norrænum málum er hins
vegar ekki nauðsynleg, þó bókin sé einkum rituð með stúdenta í norrænum málum
í huga.
í Ijósi þeirrar takmörkunar sem blaðsíðufjöldinn setur efninu og hinnar óvægnu
umfjöllunar sem fyrri bók Haugens hlaut (sjá Jón Gunnarsson 1979) er forvitnilegt
að athuga hvemig til hefur tekist með þessa nýju.
Bókinni er skipt í sjö kafla. Fyrsti kaflinn er yfirlit yfir þróun norrænna mála
(bls. 1-19), annar kaflinn fjallar um þróun sérhljóðakerfisins (bls. 20-56) og sá
þriðji um þróun samhljóðakerfisins (bls. 57-86). Fjórði og fimmti kaflinn fjalla
um þróun beygingakerfisins (bls. 87-147). Sjötti kaflinn tekur á þróun setninga-
fræðilegra atriða (bls. 148-181) og sá sjöundi er um ýmis atriði tengd orðaforðan-
um (bls. 182-213). Að lokum er viðbætir sem gerir grein fyrir hljóðtáknun þeirri
sem notuð er í bókinni (bls. 214-215) og listi yfir þær skammstafanir sem koma
fyrir (bls. 216-217).
í ritdómi sem þessum er ekki viðlit að ætla sér að kryfja allt ritið til mergjar.
Því verður sú leið farin að höfuðáherslan verður lögð á umfjöllun um þá kafla sem
taka til þróunar hljóðkerfisins. Hvað varðar einstök mál verður umfjöllun um
vesturnorræn mál, þó einkum norsku og íslensku, gerð ítarlegri skil en umfjöllun
um austurnorræn mál.