Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 201
Ritdómar
199
Örvarnar sýna feril hljóðvarpanna. Haugen heldur fast við fyrri skoðun sína um
fjölda einhljóðanna (sjá Haugen 1976:152). Hann telur þau vera 20; 10 löng og
10 stutt (nefkveðnu sérhljóðin eru þar undanskilin). Haugen álítur samnorrænu
hafa haft hljóðin jp og 0. Þessi hljóð segir hann vera afleiðingu af i-hljóðvarpi ann-
ars vegar: g > 0, þ > 0 og af n-hljóðvarpi hins vegar: ('>)?, q > 0 (bls. 31). En
engin vitneskja er til um hljóðin jp og 0 og hafa engar sannanir verið færðar fyrir
tilvist þeirra. Almennt eru fræðimenn á þeirri skoðun að ekki sé raunhæft að gera
ráð fyrir þessum hljóðum (sjá t. d. Hrein Benediktsson 1959) og er Haugen vel
kunnugt um það, sbr. orð hans um að: „Some writers do not recognize 0 0 as a
distinct entity, ...“ (bls. 33). R(12) og R(14) sýna þær breytingar sem i- og n-hljóð-
vörp ollu og nefnd eru dæmi því til stuðnings. Athyglisvert er að þar er ekki minnst
á breytingarnar g > 0 og q > 0 en orsök þess er að sjálfsögðu sú að engin dæmi
eru til því til sönnunar. Eina röksemd Haugens fyrir tilvist 0, 0 er því sjálft kerfið.
Kerfi það sem Haugen ætlar að gilt hafi fyrir sérhljóð samnorrænu gerir ráð fyrir
hljóðunum 0,0, þó engin vísbending sé til um þau. Það er því kerfið, sjálf myndin,
sem ræður ferðinni algjörlega og hefur tekið völdin af Haugen. Slík rök geta varla
talist vænleg.
A bls. 33 tekur Haugen upp umræðuna um hY]6t5vd0, 0 og telur nú að þau komi
ekki fram nema með samspili i- og n-hljóðvarps, þ. e. i- og /i-hljóðvarp verka bæði
á sama orðið og út kemur 0, 0. Um þetta nefnir Haugen dæmi: 0ks < *akuisi. í
töflu 3 bls. 34 gerir Haugen ráð fyrir því að 0, 0 sé einungis hægt að leiða af frum-
sérhljóðinu a með i- og n-hljóðvörpum. Því verður væntanlega að gera ráð fyrir
því að q, g' og g, g séu millistig í breytingunni a >0; a > q > 0 og a > g >0.
*akuisi er endurgerð germönsk mynd og fyrsta stig breytingarinnar (a > q) á sér
stað á tímabilinu frá germönsku til frumnorrænu. Á sama hátt ætti því breytingin
a> g einnig að gerast á þessu tímabili, en svo vill til að /i-hljóðvarp er sér norræn
breyting og hlýtur því að hafa átt sér stað að germönskum tíma loknum, enda
getur Haugen ekki nefnt neitt dæmi um breytinguna a > 0 sem hefur millistigið g.
Öll umræða Haugens um hljóðin 0, 0 er byggð á veikum rökum og er hálfgerð
hártogun til réttlætingar 0, 0 í kerfinu.
f töflu 3 á bls. 34 sem sýnir frumsérhljóðana og hljóðvarpshljóð þeirra, koma
ýmsar nýjar breytingar fram sem hljóðvarpsreglurnar (R(12) og R(14)) gátu ekki
um. Þær breytingar sem hér um ræðir eru: iu > io með a-hljóðvarpi og iu >ý með
/-hljóðvarpi, auk fyrrgreindrar a > 0. Um breytinguna iu >ý eru til staðfestandi
dæmi t. d. *fliugiR >flýgr, en ekki um þá fyrstnefndu mér vitandi. Ástæðan fyrir
því að þessar breytingar eru ekki með í töflu 2 bls. 31 er væntanlega sú að þær
falla engan veginn inn í kerfið. Kemur hér aftur glöggt fram hið mikla ægivald
sem kerfið sjálft hefur á allri umfjöllun höfundar.
Á bls. 36 talar Haugen um samfall q/e, q/é og 0/0 á 9. öld í samnorrænu og
gefur dæmi um tvö þau fyrstnefndu. Hins vegar er hvergi minnst á samfall 0/ó
sem ætla má að einnig hafi gerst á svipuðum tíma. Sú spurning er því óneitanlega
áleitin hvað orðið hafi um 01 Glataðist það á óútskýranlegan hátt eða gleymdist
bara að geta þess, sem er vísbending um að rökin fyrir tilvist þess séu ekki mjög
sterk?