Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Qupperneq 202
200
Ritdómar
Nokkurs misræmis gætir í töflum sem sýna eiga breytingar á sérhljóðakerfinu
frá samnorrænu til hvers einstaks máls. Hæpið er að stafsetning ein gildi sem
vitnisburður um þær hljóðbreytingar sem orðið hafa í bókmáls- og nýnorsku (bls.
48 og 54).
Reglan um lækkun sérhljóða, R(31) (bls. 41), tilheyrir þeim reglum sem sagðar
eru hafa verkað á mjög stóru svæði. Þar er og getið hvernig hún kom fram í norsk-
um mállýskum. í þeim köflum sem fjalla um hvert mál fyrir sig er minnst á áhrif
reglunnar í sumum málum (m.a. nýnorsku) en ekki í öllum. Hvernig má skilja það?
Verkaði hún bara í þeim málum þar sem hennar er getið sérstaklega? R(33) (bls.
41) tekur til örlaga áherslulausra sérhljóða. Getið er hvemig þau urðu í íslensku,
færeysku, sænsku og nýnorsku. Bókmál og danska eru ekki með. Þessarar reglu er
hvergi getið í köflunum um sérhvert mál, en hins vegar kemur hún fram undir
öðru nafni og númeri í köflunum um dönsku og bókmálsnorsku og heitir nú
R(Da-l), samfall (bls. 51 og 53). Óskýrleiki af þessu tagi er allt of algengur í bók-
inni og veldur oft á tíðum því að lesandi er svo til jafnnær um heildarlínurnar í
málþróun norrænna mála að lestri loknum, séu honum þær ekki kunnugar fyrir.
í töflu 14 (bls. 65) um samhljóðabreytingar frá samnorrænu til norrænu (OSc)
kemur ekki skýrt fram við hvað er miðað í norrænu; rithátt, fónem eða hljóð? Svo
er þó helst að sjá að miðað sé við rithátt, og er það nokkuð vafasöm viðmiðun.
Fullyrt er að klasinn gj renni saman við dj; kj við tj\ og skj við stj í öllum nor-
rænum málum (bls. 65) og í þeim kafla þar sem fjallað er um íslensku sérstaklega
kemur ekkert nýtt fram um þessa reglu. Því liggur beinast við að draga þá ályktun
að þessi samhljóðaklasasamruni eigi einnig við um íslensku, en slíkt er að sjálf-
sögðu markleysa.
I þeim kafla sem fjallar um sérhljóðakerfi nútímaíslensku ræðir Haugen meðal
annars þá breytingu sem almennt er kölluð tvíhljóðun á undan ng, nk (R(Ic-2),
bls. 42). Hér bregður svo við að breyting þessi er nefnd „glide insertion“ (hálfsér-
hljóðsinnskot) og er hljóðritun sérhljóðanna á þessa leið: [i‘j, [e‘j o. s. frv. Hins
vegar talar Haugen um tvíhljóðun á undan gi svo sem venja er ((Ic-5) bls. 43) og
hljóðritar þá: [i jj, [ej,| o. s. frv. Svo er að sjá sem lengd sérhljóðanna ráði því hvort
Haugen telur vera á ferðinni hálfsérhljóðsinnskot eða hreina tvíhljóðun. Sé hljóðið
stutt verður hálfsérhljóðsinnskot, en sé það langt verður tvíhljóðun, eins og eftir-
farandi dæmi frá honum sjálfum sýna: enginn [e‘ngin], segja [sejja], hvítur [kvijt-
Yr], hvítt [kvi‘ht]. Slíka aðgreiningu eftir lengd tel ég óþarfa og mér vitanlega hafa
engar rannsóknir komið fram sem benda til hennar. Hljóð sem [e‘] er stundum
álitið vera fyrsta þrepið í þróun frá einhljóði í tvíhljóð en ekkert réttlætir það að
gera ráð fyrir að tvíhljóðun á undan ng, nk sé skemmra á veg komin en tvíhljóðun
á undan gi. Haugen segir reyndar um hálfsérhljóðsinnskotin að þau „... coincide
with one of the preexisting diphtongs or diphtongized long vowels ...“ (bls. 42)
og finnst mér hann hér ganga í berhögg við sjálfan sig, en þessi orð hans merkja
væntanlega það að enginn munur er á því sem hann kallar tvíhljóðun annars vegar
og hálfsérhljóðsinnskot hins vegar.
Á bls. 37 segir að stoðhljóðið sé reglulegt í íslensku frá 16. öld. Víst er það að
það er ekki fyrr en á 16. öld að stoðhljóðið kemur almennt fram í ritmáli, en hins