Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 203
Ritdómar
201
vegar er ætlað að þess gæti þegar á 13. öld í talmáli (sjá t. d. Björn Karel Þórólfs-
son 1925:xxiv). Hér kemur vel fram hin mikla áhersla sem höfundur leggur á rit-
málið. Oft verður ekki ráðið hvort hann á við ritmál eða talmál. Það hlýtur að
teljast löstur að miða umfjöllun um breytingar í málkerfi um of við ritmálið því
það speglar engan veginn talmálið fullnægjandi og hætt er við að sumum mállýsk-
um verði þá gert hærra undir höfði en öðrum.
Undarleg er kenning höfundar um fráblástur á sérhljóða í bakstöðu í íslensku,
þú [þuh#:] (bls. 69). Slíkt er fjarri raunveruleikanum.
Kaflinn um samhljóðakerfið í nútímaíslensku getur varla talist höfundi til
hróss. Þar kemur glöggt í ljós að ekki hefði verið vanþörf á að íslendingur læsi
yfir kaflann. Þrátt fyrir töluverðar samhljóðasamlaganir í íslensku er samlögun á
borð við kaupmaður [kþimaðYr] (bls. 68) nokkuð vafasöm. Eins og dæmið er sett
upp er í raun ekki um samlögun að ræða heldur brottfall /p/. En um hvorugt er
að ræða í þessu dæmi því hinn almenni framburður er [khœihþmaðYr], og jafnvel
er hugsanlegt að til sé framburðurinn [khœi?maðYr].
Á bls. 65 ræðir Haugen um framgómun gómhljóða í íslensku með þeim orðum
að þau sé hægt að greina sem....single palatal phonemes [gj, k,], as commonly
in studies of Icelandic, where they still survive, ...“. í hljóðritun einstakra dæma
hins vegar eru aldrei notuð framgómmæltu hljóðtáknin þar sem þau ættu að vera:
enginn [e>ngin], banki [bavqki] (bls. 42). Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum
sem sýna hversu stórlega hljóðrituninni er ábótavant. Um það verður rætt síðar.
Klasinn // frálíkist ekki í [dl] í öllum nýlegum íslenskum tökuorðum eins og
Haugen heldur fram (bls. 68). Þar á frálíking sér einungis stað yfir myndanskil
/skandal +1/ —> [sgandadl], samanborið við /grill/ —» [gnl:]. Á það má einnig
benda að í gælunöfnum verkar þessi breyting ekki sbr. Villi [vil:i].
Nokkuð einfölduð mynd er gefin af frálíkingu á klösunum rn og rl í íslensku
(bls. 68). Þessir klasar frálíkjast fyrst og fremst í [dn] og [dl]. Framburðurinn [rdn]
og [rdl] er líklega fremur tilkominn vegna áhrifa frá ritmáli. Sum orð virðast
einnig einungis geta fengið þann framburð; gcrlar [jcrdlar], Arnar [ardnar]. Lík-
legt er að tíðni orða skipti hér einhverju máli.
í aðblástursregluna (bls. 69) vantar /m/ sem seinni lið í klasa, þ. e. að aðblástur
komi fram í samböndunum /p, t, k/ + /1, n, m/ sbr. rytmi [rihdmi], kaupmaður
[khœihþmaðYr]. Saman við aðblástursregluna er slengt hluta af afröddunarregl-
unni. Þar segir að / og r (sem nefndir eru „obstrúentar" ranglega) afraddist á
undan p, t, k. En afröddunarreglan er mun flóknari og tekur til fleiri hljóða. Nokk-
uð einfölduð er reglan á þá leið að /r/ afraddast alltaf á undan /p, t, k/, og /1, m,
n/ á undan /p, t, k/ afraddast alltaf á Suðurlandi og í mismiklum mæli á Norður-
landi.
Afröddun /ð/ á undan órödduðum samhljóðum er mállýskubundin en ekki
eitthvað sem stundum er leyft eins og látið er liggja að á bls. 70.
Andstæðan milli /f/ og /v/ er ekki alltaf upphafin í innstöðu í íslensku (sjá bls.
69). Þó almenna reglan sé að á milli sérhljóða komi fram hljóðið [v] eru þó til
undantekningar á þessu þar sem í hlut eiga tökuorð og gælunöfn: Hófí [hou:fi],
sófi [sau:fi].
Einkennileg er umfjöllunin um rittáknið ‘g’ í íslensku (bls. 70). Þar er ekki getið