Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 204
202
Ritdómar
framgómunar g í [j] (á það var reyndar minnst í R(C14) framar í kaflanum).
Heldur er ekki minnst á að g getur komið fram sem [j] á undan [i]: agi [aiji]. Hins
vegar er því haldið fram að g geti birst sem [?] á undan samhljóði. Haugen hefur
engin dæmi þessu til stuðnings og er það ekki undarlegt því [5] er hljóðtáknið fyrir
klasann /hj/; hjá [cau:].
Á bls. 66 segir réttilega að rittáknið ‘ð’ hafi glatast í íslensku um 1350, en þess
er ekki getið að hljóðið [ð] hélt velli sem hlýtur þó að vega þyngra á metunum.
Töflunni sem sýnir samhljóðabreytingar frá fornu máli til nútímaíslensku er í
mörgu ábótavant (bls. 70). Má þar nefna að samkvæmt henni er b, d, g eini rit-
hátturinn fyrir hljóðin [b, d, g] og / er eini rithátturinn sem tíðkast fyrir [j]. í töfl-
una vantar alveg [ji]. Oþarfi er að gera grein fyrir aðblásnu lokhijóði sem sérstöku
hljóðtákni.
í kaflanum um sérhljóðakerfi færeysku finnst mér vanta nokkuð á að helsta ein-
kenni þess og jafnframt mesta frávikið frá öðrum vesturnorrænum málum, þ. e.
tvíhljóðun langra hljóða, sé dregið nógu skýrt fram (sjá t. d. Rischel 1961). Ástæð-
an fyrir því að Haugen kýs að gera grein fyrir tvíhljóðuninni í tveimur reglum
(önnur er reyndar kölluð hálfsérhljóðsinnskot þó hún sé alls óskyld samnefndri
reglu í íslensku sem minnst var á hér að framan) er væntanlega sú að aðra regluna,
R(29), telur hann vera af sama meiði og tvíhljóðunarregluna í íslensku, en hina
sérstakt færeyskt fyrirbæri (Fa-5) (bls. 44—45). Svo er að skilja sem R(29) hafi
verkað að einhverju leyti í velflestum norrænu málunum því á hana er minnst í
inngangi kaflans um sérhljóðakerfið áður en vikið er sérstaklega að hverju máli
fyrir sig. í inngangskaflanum er R(29) skilgreind sem almenn tilhneiging langra
sérhljóða til að tvíhljóðast. Við nánari útfærslu reglunnar í íslensku og færeysku
kemur í ljós að þar fer tvíhljóðunin alls ekki sömu leiðir. Það er því spurning hvort
nokkur rök séu fyrir því að fella tvíhljóðun langra hljóða í íslensku saman við tví-
hljóðun sumra langra hljóða í færeysku. A. m. k. færi betur á því að taka tvíhljóð-
un allra löngu hljóðanna í færeysku saman undir einn hatt. í umfjöllun um önnur
norræn mál er ekki minnst á tvíhljóðun sérhljóða, þó hún sé t. d. mjög áberandi í
sumum norskum mállýskum. Hvernig má þá skilja R(29) í inngangi kaflans fyrst
hún er ekki útfærð nema í tveimur málum? Merkir þögnin annars staðar að reglan
verki ekki? Varla, sbr. norskar mállýskur. En af hverju er þá ekki minnst á tví-
hljóðun í kaflanum um nýnorsku? Stafar það af því hve höfundur oft á tíðum er
þrælbundinn á klafa ritmálsins, en tvíhljóðunar gætir lítið í ritmáli? En í færeysku
sjást merki tvíhljóðunar einnig sáralítið í rituðu máli, þó er hennar getið þar. Þetta
dæmi er eitt af mörgum um það misræmi sem gætir oft hjá Haugen. Það er oft
erfitt að átta sig á því hvort þær reglur sem sagðar eru vera almenn tilhneiging í
norrænum málum eiga við þau öll eða einungis sum.
Réttilega er getið breytingarinnar rn > dn í færeysku, en gleymist hins vegar
að minnast á hliðstæða breytingu: rl >dl.
Samhljóðatöflunni í færeysku (bls. 73) er á sama hátt og í ísiensku í nokkru
ábótavant. Þar segir t. d. að eini rithátturinn fyrir [b, d, g] sé b, d, g og ekki eru
nefndir rithættir sem ð og g fyrir [j]. í töfluna vántar hljóðin |ji] og [á].