Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Qupperneq 205
Ritdómar
203
Breytingin i, y > m, q/---[+ nefhljóð], (C9) (bls. 63), er alls ekki eins reglu-
leg í Noregi og látið er í skína því margar mállýskur í V-Noregi taka ekki þessari
breytingu eða hún er á annan veg (sjá t. d. Christiansen 1946-1948:170, 178-179).
Þess hefði mátt geta að samskonar breyting og varð í færeysku og íslensku,
þ. e. rn, nn > dn; rl, ll > dl, átti sér einnig stað í allmörgum mállýskum í SV-
Noregi.
Klasinn dj er einnig í hóp með þeim klösum sem hafa framburðinn [j] í flest-
öllum norskum mállýskum; djup [ju:ph] (bls. 74).
Undarleg er fullyrðing höfundar á bls. 53 um að m komi ekki fyrir sem tvö-
faldur samhljóði í norsku. Hvað með orð eins og komme, hammer o. s. frv.?
Svo er að sjá af samhljóðatöflunum fyrir nýnorsku, sænsku og bókmálsnorsku að
fráblásin lokhljóð fyrirfinnist ekki í þeim málum (bls. 76, 78 og 84). Það er hin
mesta firra, því þó röddun sé aðgreinandi þáttur í lokhljóðum þessara mála, eru
órödduðu hljóðin alltaf fráblásin í framstöðu og oftast í innstöðu (undantekning
eru t. d. mállýskurnar í S-Noregi) (sjá Christiansen 1946-1948:182-184).
Framgómmæltu tannhljóðin eru ekki tekin með í samhljóðatöflunni fyrir ný-
norsku þótt þau sé að finna að meira eða minna leyti í öllum mállýskum norðan
við miðjan Noreg svo og í hluta A-Noregs (sjá Christiansen 1946-1948:154-161).
Hér er enn eitt skýrt dæmi um þá áráttu höfundar að miða umfjöllun sína um of
út frá ritmálinu, því á bls. 67 er að finna eftirfarandi orð um framgómmælt tann-
hljóð: „While speakers from these areas tend to use palatalization in their standard
speech also, it is not considered acceptable."
Framburðurinn [v] fyrir /hv/ tíðkast aðeins á tiltölulega litlu svæði í A-Noregi;
austur af og upp með Oslóarfirði. Á svæði vestan við fjörðinn er /hv/ borið fram
sem [gv] en sá framburður mun nú vera á undanhaldi. Annars staðar í Noregi fær
/hv/ framburðinn [kv] (Christiansen 1946-1948:180-181).
Það er spurning hvort [r] ætti ekki frekar heima í nýnorsku samhljóðatöflunni
en bókmálstöflunni, því þetta hljóð fyrirfinnst einungis í S-Noregi og V-Noregi.
Taflan um samhljóðabreytingar frá fornnorsku til bókmálsnorsku er sama
marki brennd og samhljóðatöflurnar fyrir önnur norræn mál; samsvörun milli
hljóða og rittákna er ábótavant, því yfirleitt koma fleiri rithættir til greina fyrir
hvert hljóð en sýndir eru.
3.
Umfjöllunin um beygingafræði norrænu málanna er með sama sniði og hljóð-
kerfisfræðilegi hlutinn; gerð er grein fyrir beygingakerfi frumnorrænu og síðan
raktar helstu breytingar allt fram til nútímamálanna norrænu. Haugen fylgir hér
hefðbundinni venju í beygingarflokkun no. og so. Hann setur upp skýrar og grein-
argóðar töflur yfir no.-, fn.-, lo.- og so.-beygingu fyrir hvert málstig. Umfjöllun
um frumnorrænu og samnorrænu er nokkuð ítarleg, en mun rýrri í roðinu er um-
fjöllunin um nútímamálin. íslenska er fljótafgreidd (sjá bls. 107) og svo er helst að
skilja að nær engar breytingar hafi orðið á beygingakerfi hennar frá samnorrænu
stigi til nútímamáls. Þetta gildir að nokkru leyti um færeysku líka, a. m. k. hefur