Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 206
204
Ritdómar
höfundur ekki séð ástæðu til að taka færeysku og íslensku með í töflu þá er sýnir
no.-, lo.- og fn.-beygingu í nútímamálum norrænum.
Þrátt fyrir annars nokkuð glöggar yfirlitstöflur má finna ýmislegt aðfinnsluvert
í umfjölluninni um beygingakerfið og breytingar á því og verður eitthvað af því
tínt hér til.
Einhverra hluta vegna hafa rótamo. sem enda á sérhljóða; kýr, sýr, œr, orðið
útundan í þeim töflum sem sýna no.-beyginguna í fmm- og samnorrænu (bls. 90-
91 og 96-98).
I umfjöllun um nf.form áfn. í samnorrænu hefði mátt taka skýrar fram að þf.
formið treður sér inn í nf. kk. og kvk. og útrýmir þar með hinum fornu formum
sá og sú (bis. 100). Eins og Haugen setur dæmið upp á þessi breyting sér stað án
skýranlegrar ástæðu. Fjallað er um þessa breytingu sem almenna í norrænum
málum og hvergi kemur neitt fram um það að hún hefur alls ekki átt sér stað í
íslensku og færeysku.
Fullyrðingar höfundar um að bókmálsnorska fylgi dönsku hvað varðar fjölda
kynja er enn eitt skýrt dæmi um þá stefnu hans að miða sem mest við ritmálið, en
slíkt gefur oft alls ekki rétta mynd af málinu eins og margoft hefur verið minnst á
(bls. 105).
Fullyrðing Haugens um að þgf.et.kk. og hk. í a-stofna no. fái nú alltaf z'-end-
ingu (bls. 107) er út í hött. Ef eitthvað er, þá er meira hvarfl á þgf. -z' nú en í fornu
máli og ekki svo einfalt að setja upp reglu um það flökt.
Ekki er á það minnst að bókmálsnorska hefur ekki einungis oft zz-endingu í kvk.
et., heldur einnig stundum í kk. og hk.ft.; gutta, husa, en þau orð eru væntanlega
eitthvað færri en kvk. orðin (bls. 112).
Það kemur ekki nógu skýrt fram að tilhneiging sterkra sagna til að beygjast
veikt og rás tökuorða í 1. flokk veikra sagna á ekkert síður við um íslensku en
norsku, dönsku og sænsku (bls. 136).
Fullyrðing Haugens um að allar veikar sagnir í nýnorsku fái persónuendinguna
-r (bls. 140) stenst ekki því einn beygingaflokkur, hinn svokallaði te//a-flokkur,
hefur endinguna 0 eins og sterkar sagnir; eg tel, du tel o. s. frv.
4.
í bók sinni frá 1976 fjallaði Haugen svo til ekkert um setningafræði norrænna
mála. Svo margra blaðsíðna umfjöllun um þetta efni sem hér (bls. 148-181) er
nokkurt nýnæmi í bókum af þessu tagi. Haugen byggir umfjöllun sína á fornnor-
rænum málum. Hann athugar hvernig ákveðin setningaleg atriði voru í fornnor-
rænu og tekur dæmi þar að lútandi. Því næst kannar hann hvernig þessum atriðum
hefur reitt af í nútímamáli. Nú mætti ætla að setningar þær sem hann hefur til
vitnisburðar um ákveðið setningarlegt atriði í fornnorrænum málum séu teknar úr
ritum frá þeim tíma og þess þá getið hvaða rit það eru. Um slíkt er oftast að ræða,
en þau dæmi eru allt of mörg þar sem engra heimilda er getið. Og hverju á þá
lesandinn að trúa? Eru dæmin úr rituðum heimildum sem „láðst“ hefur að geta eða
eru þau úr heilabúi höfundar? Slíkt rýrir mjög gildi þessa kafla, sem á að fjalla
um setningafræði fornmáls og breytingar til nútímamáls. Annað veigamikið atriði