Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 208
206
Ritdómar
Annað sem miður fer í bókinni og minnst hefur verið nokkuð á er hin tak-
markaða aðgreining sem gerð er á ritmáli og talmáli og sú mikla áhersla sem
höfundur leggur á ritmál í allri umfjöllun sinni.
Hljóðritun allri er stórkostlega ábótavant og gætir þar oft mikils misræmis.
Höfundur notar alþjóðlega hljóðritunarkerfið IPA með nokkrum breytingum.
Lista yfir hljóðtákn þau sem notuð eru ásamt dæmum um þau í ýmsum málum er
að finna í viðbæti á bls. 214. Nú mætti ætla að Haugen notaði einungis þau hljóð-
tákn sem þar eru sýnd. En því er ekki alltaf að heilsa. Á bls. 215 eru framgóm-
mæltu lokhljóðin táknuð [g1( kj en í hljóðritun dæma er notast við [gj, kj], sjá
t. d. bls. 69. Misræmið í hljóðritun kemur m. a. fram í því að í kafla 2.6.2 sem
fjallar um sérhljóðabreytingar í íslensku er óröddunarmerkið aldrei notað með
lokhljóðum, t. d. banki [bauqki], en hins vegar í samhljóðakaflanum 3.5 er það
ætíð notað, t. d. bakki [þahki]. Annars ættu eftirfarandi dæmi að gefa góða mynd
af þeirri hryggðarmynd sem hljóðritunin oft á tíðum er í þessari bók: enginn
[e'ngin], þröngur [þrö'qgYr], banki [ba«qki] (bls. 42) og bakki [þahki], baggi
[þaggi] (bls. 69).
Nokkuð vantar á að endurgerð form hafi tilhlýðilegar stjörnumerkingar. Það
kemur fyrir oftar en einu sinni að vitnað er í rit sem hvergi er að finna í heimilda-
skrá. Þessi atriði bera vott um nokkuð fljótfærnisleg vinnubrögð, sem ekki geta
talist til mikils sóma. Prentvillur eru nokkrar, en ekki það margar að orð sé haf-
andi á. Ekki hefði sakað að hafa nokkur kort yfir landfræðilega útbreiðslu helstu
hljóðbreytinganna.
Yfirlitsrit af þessu tagi ætti að vera kærkomið ýmsum þeim er leggja stund á
norræn málvísindi. Uppsetning og umfjöllun er að nokkru leyti góð, en þó eru
annmarkar það miklir að þeir rýra gildi bókarinnar verulega.
HEIMILDASKRÁ
Beito, Olav T. 1974. Malfþre og normalmál. Universitetsforlaget, Oslo.
Björn Karel Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orÖmyndir á 14. og 15. öld og breyt-
ingar þeirra úr fornmálinu. Fjelagsprentsmiðjan, Reykjavík.
Christiansen, Hallfrid. 1946-1948. Norske Dialekter l-lll. Oslo.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1984. íslensk málfrœði. Hljóðkerfisfræði og beygingafræði.
Reykjavík.
Fischer-Jþrgensen, Eli. 1974. Almen fonetik. Akademisk forlag, Kþbenhavn.
Hamre, Hákon. 1944. Fœrþymálet i tiden 1584-1750. Jacob Dybwad, Oslo.
Hansson, Áke. 1983. Phonemic History of Faroese. From Sounds to Words. Es-
says in Honor of Claes-Christian Elert 23 December 1983. Acta Universitatis
Umensis. Umeá Studies in the Humanities 60, Umeá.
Haugen, Einar. 1976. The Scandinavian Languages. Faber and Faber, London.
Hellevik, Alf. 1977. Norsk pá ny. Nynorsk. Det Norske Samlaget, Oslo.
Hreinn Benediktsson. 1959. The Vowel System of Icelandic: A Survey of Its His-
tory. Word 15:282-312.