Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 210
208
Ritdómar
Nihon-Aisurando Kenkyúkaikaihö. 1. bindi 1981. 15 bls. [Félagsrit jap-
anska félagsins til rannsókna í íslenzkum fræðum.]
í tilkynningu, sem dagsett er 10. júní 1980 og undirrituð af Kaneyoshi Ueda, Sa-
toru Kumano, Kunishiro Sugawara, Yukio Taniguchi, Katsumi Hayano og Mitsu-
nobu Ishikawa er lagt til, að stofnað verði japanskt félag til að sinna rannsóknum
í íslenzkum fræðum. Er það rökstutt með því, að ekki sé almennt á vitorði meðal
fræðimanna, að í Japan séu stunduð íslenzk fræði og að nauðsyn sé að styrkja
samband milli þeirra, sem fást við rannsóknir á þessu sviði. Ennfremur er það
frekar rökstutt með því, að þessu markmiði sé aðeins hægt að ná með skipulagi,
sem nái yfir landið allt (þ. e. Japan allt).
Lög félagsins voru birt í október 1980 og samkvæmt þeim helgar félagið sig
rannsóknum á íslenzku þjóðfélagi og bókmenntum og mun með fundahöldum og
ráðstefnum stuðla að sambandi milli vísindamanna, sem fást við þessi fræði. Fyrst
í stað var ætlunin að takmarka sig við íslenzka menningu til loka 15. aldar, en
þessu hefur nú verið breytt og fjallar félagið um öll svið íslenzks máls og menn-
ingar, einnig nútímans. Með birtingu laga félagsins eru einnig birt nöfn, heimilis-
fang og starf fjórtán meðlima, sem eru stofnendur félagsins og er jafnframt birt
þar skrá rita ellefu þeirra um íslenzk fræði. Þessir ellefu einstaklingar eru: Endö,
Norikatsu; Fujii, Akihiko; Hayano, Katsumi; Ishikawa, Mitsunobu; Kaneko,
Yasutaka; Kumano, Satoru; Makino, Masanori; Mizuno, Toriaki; Sugawara,
Kunishiro; Taniguchi, Yukio og Ueda, Kaneyoshi. Flest rit og ritgerðir hafa birt
þeir Kunishiro Sugawara og Yukio Taniguchi.
f fyrsta bindi félagsrits félagsins, sem gefið er út í sambandi við fyrsta aðal-
fund þess 16. maí 1981, er að finna eftirfarandi innihald:
I. Yukio Taniguchi: Kynning félagsritsins........................bls. 1
II. Efnisútdráttur fyrirlestra (haldinna 16. maí 1981)
Satoru Kumano: Mikilvægi norræns þjóðfélags fyrstu tíma . . bls. 2
Yukio Taniguchi: Umgjörð Sigurðarkviðu.......................bls. 2-3
III. Svipmynd vísindamanna:
Katsumi Hayano: Finnur Jónsson...............................bls. 3-4
Mitsuko Otsuka: Hermann Pálsson..............................bls. 4-5
IV. Kynning á rannsóknarstofnunum í íslenzkum fræðum:
Isao Yakame: Det arnamagnæanske Institut.....................bls. 5-7
Yukio Taniguchi: Skandinavisches Seminar der Universitat
Göttingen................................................bls. 7
Kazuhiko Yoshida: Fiske Icelandic Collection.................bls. 7-8
V. Yfirlit yfir bókaverzlanir, er sjá um að útvega bækur um ís-
lenzk fræði..............................................bls. 8-9
VI. Kunishiro Sugawara: Ritdómur um Sadao Morita:
Aisurando-go bumpö [íslenzk málfrœði].......................bls. 10-11
VII. Skrá um starfsemi félagsins, félagsmenn, ný rit þeirra o. s. frv. . bls. 11-15