Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 212
210
Ritdómar
The So-Called Second Grammatical Treatise. Edition, Translation and
Commentary by Fabrizio D. Raschellá. Filologia Germanica. Testi e
Studi II. Felice le Monnier, Firenze. 1982. vii+164 bls.
0. Inngangur
Um alllanga hríð hefur hróður íslenskrar málfræðiiðkunar á miðöldum farið
vítt um heim með Fyrstu málfræðiritgerðinni (I MR), sem hlotið hefur verð-
skuldað lof nútímamálfræðinga fyrir frumlega greiningu á íslensku hljóðkerfi, með
aðferðum sem minna um margt á aðferðir formgerðarstefnunnar eins og hún hefur
þróast á 20. öld.
Hins vegar hafa hinar þrjár málfræðiritgerðirnar sem fylgja Snorra Eddu í
Ormsbók (Codex Wormianus, AM 242 fol.) fallið nokkuð í skuggann af þeirri
fyrstu og verið taldar síður merkilegar. Nú er hins vegar komið að því að Önnur
málfræðiritgerðin (II MR) fái verðskuldaða athygli sem frumlegt framlag íslenskr-
ar miðaldamenningar til sögu málvísinda.
í þeirri útgáfu sem hér liggur fyrir hefur Fabrizio D. Raschellá lagt grundvöll
að túlkun á gildi þessarar stuttu ritgerðar sem málfræðirits og heimildar um ís-
lenska málsögu og sögu íslenskra miðaldamennta.
1. Textinn
II MR hefur varðveist í tveimur gerðum. Auk þess að vera í Ormsbók (W), er
hún líka í Uppsalabók Snorra Eddu (Codex Uppsaliensis, DG: 11 4to í bókasafni
Uppsalaháskóla, hér skammstafað U). Hér er því þörf á athugun á gildi ólíkra
texta. Talsverður munur er á textunum tveimur, og er það niðurstaða útgefanda,
að Uppsalatextinn sé betri en Ormsbókartextinn. Það sem er augljósast er að ein-
ungis í Uppsalatextanum eru varðveittar hinar frægu skýringarmyndir sem segja
má að séu kjarni ritgerðarinnar. í Ormsbókartextanum er það efni sem fram
kemur á þessum skýringarmyndum einungis endursagt með orðum, þannig að lýs-
ingin missir að miklu leyti marks.
Þetta er þó ekki þannig að skilja að allir leshættir Uppsalabókar séu betri en
leshættir Ormsbókar. Enda þótt bæði vanti myndirnar í Ormsbókartextann og í
honum séu greinilega klausur sem ekki áttu upphaflega heima í ritgerðinni (sumt
er t. a. m. fengið að láni frá I MR), eru einstakir leshættir Ormsbókar taldir betri
en leshættir Uppsalabókar. Þetta m. a. leiðir til þess að ættartré textanna tveggja
verður þannig að hvorn um sig má rekja aftur til síns forrits sem ekki var frum-
ritið.
Utgefandinn eyðir ekki langri umræðu í samanburð textanna tveggja eða ná-
kvæma athugun á lesháttum, og virðast ummæli um gildi textanna byggja að miklu
leyti á athugun Finns lónssonar í útgáfu hans og Verners Dahlerups frá 1886
(Dahlerup & Finnur lónsson (útg.) 1886: xvi-xxviii). Niðurstaða Finns er sú að
þótt efnislega varðveiti U betur upphaflegan texta, sé Ormsbók oft með uppruna-
legra orðalag.