Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 214
212
Ritdómar
2. Efni ritgerðarinnar
Eins og áður hefur fram komið, hefur II MR fallið mjög í skuggann af I MR,
og innihald hennar hefur ekki verið talið nærri því eins merkilegt og innihald
þeirrar síðarnefndu (sbr. t. a. m. Dahlerup & Finnur Jónsson (útg.) 1886:xxx-xxxi).
Meðal þess sem valdið hefur nokkrum erfiðleikum er túlkun áðurnefndra skýr-
ingarmynda í U. Hér er um að ræða tvær myndir sem löngum er vitnað til eftir
lögun þeirra. Annars vegar er hringlaga mynd, sem á að telja upp alla stafi íslensk-
unnar og lýsa gildi þeirra, og hins vegar er ferköntuð mynd, þar sem sérhljóðum
og samhljóðum er raðað saman á þann hátt að sýna á samspil þeirra og samröðun
til þess að mynda „hendingar".
Með (að því er mér sýnist) skynsamlegum tillögum um túlkun og lagfæringar á
hringmyndinni hefur Raschellá tekist að ráða í mynstur myndarinnar. í innsta
hring eru fjórir reitir þar sem nefndir eru stafir sem einungis geti staðið í upphafi
orðs eða atkvæðis, þ. e. stafirnir q, v, þ og h; síðan eru nefndir 12 samhljóðar sem
staðið geti ýmist á undan eða eftir sérhljóði; í þriðja hring eru 11 sérhljóðar (þar
með talin tvíhljóð, „límingar" og „lausaklofar") að viðbættum „skiptingnum“ i
(sem er þá í rauninni talinn tvisvar, því i er líka nefndur sem venjulegt sérhljóð).
í fjórða hring eru taldar tvíritaðar eða langar samsvaranir samhljóðanna í öðrum
hring, og í fimmta og ysta hring eru nefndir níu „undirstafir", sem eru annars
vegar samhljóð, sem einungis geta staðið á eftir sérhljóði og hins vegar nokkur
algeng bönd.
Það sem útgefandi telur athyglisvert við þessa uppröðun m. a. er það, að höf-
undur ritgerðarinnar flokkar samhljóðin glöggt niður eftir því hvar þau geta
staðið. Þannig verður fyllidreifingin milli þ og ð greinileg, þar sem þ er í innsta
hring og getur einungis staðið fremst, en ð sem „undirstafur“ í ysta hring getur
einungis staðið aftar. Raunar er ýmislegt óljóst í smáatriðum um það hvernig túlka
beri ummæli höfundarins, og nokkurrar ónákvæmni gætir í frásögn hans, en
meginhugsunin virðist vera mjög skýr. Höfundur II MR hefur það þá fram yfir
höfund I MR að ræða um hljóðskipun (fónótaktík) og átta sig á þeim takmörkun-
um sem voru á dreifingu hinna ólíku hljóða.
Það þarf varla að taka það fram, að alla ritgerðina má lesa með þeim skilningi
að orðið stafr hafi þar þá tæknilegu merkingu sem það hafði í miðaldaritum (sbr.
Hreinn Benediktsson (útg.) 1972:41-68), þannig að nánast megi þýða með nútíma-
hugtakinu fónem. Þ. e. stafirnir voru einingar í þeirri hljóðkerfisgreiningu sem lá
að baki stafsetningunni. Þannig er óhugsandi að túlka ritgerðina svo sem að orðið
stafr sé bundið við rittáknin ein sér, því t. a. m. tvíhljóðin, límingarnir, og þó
einkum lausaklofarnir, samanstóðu af tveimur rittáknum, en eru þó taldir sérstakir
stafir á sama hátt og önnur fónem.
Að mati útgefandans liggur því að baki hringmyndinni skýr og frumleg mál-
fræðileg hugsun, og nýlega hefur Kurt Braunmiiller tekið svo djúpt í árinni
(Braunmúller 1984:221), að II MR jafnist fyllilega á við I MR.
Hin myndin, sem raunar hefur reynst mönnum auðskildari, byggir á viðamikilli
líkingu við miðaldahljóðfærið simfón, sem heimildir eru um í Evrópu og getið er
um í íslenskum ritum. Þar er sérhljóðunum líkt við strengi þessa hljóðfæris, en