Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 216
214
Ritdómar
óhætt að nota ártalið 1250 sem fastan póst í krónólógíunni eins og liggur við að
Raschellá geri.
Eins og fram hefur komið er ekki alltaf dagljóst hvernig túlka beri orð höfund-
ar II MR og skoðanir. Eitt slíkt vandamál eru ummæli hans um samhljóðin í innsta
hring hringmyndarinnar. Uppsalabókartextinn segir um þá að þá megi til „einskis
annars nýta en vera fyrir öðrum stöfurn", en í Ormsbókartextanum er því bætt við
að þeir heiti „höfuðstafir“ (sbr. bls. 30-31). Raschellá telur, að Uppsalabókartext-
ann beri að túlka þannig að tekið sé fram, að þeir stafir sem um ræðir, þ. e. a. s.
q, v, þ og h, geti einungis staðið þannig að aðrir stafir fari á eftir, þ. e. þeir geti
ekki staðið aftast í orði. En þar með sé ekki sagt að þeir geti ekki staðið neins
staðar annars staðar en fremst í orði, enda hljóti að verða að gera ráð fyrir því
að a. m. k. q og v komi fyrir í innstöðu. Skilningur Ormsbókartextans virðist hins
vegar vera sá að þessir stafir séu upphafsstafir, því þar stendur að þá megi til
einskis nýta annars en að „vera upphaf og fyrir öðrum stöfum" (leturbreyting
mín). Hvor skilningurinn sem valinn er, verður að telja að greinargerðin sé ófull-
nægjandi, segir Raschellá (bls. 80-83). Ef fylgt er Uppsalabókartextanum verði að
gera ráð fyrir þeim möguleika að þessir stafir geti allir staðið inni í orði, en það
getur ekki átt við um h, og varla þ. En samkvæmt Ormsbókartextanum sé eðlileg-
asti skilningurinn sá að þessir stafir geti einungis staðið fremst í orði, en það er
heldur ekki rétt, því q og v geta staðið inni í orðunum. Raschellá færir að því rök
(bls. 58) að Uppsalabókartextinn sé upprunalegri, og að viðbætur Ormsbókartext-
ans séu þá byggðar á tilraun til frekari túlkunar á efninu. Niðurstaða Raschellá er
sú að hvernig sem á málið sé litið verði að viðurkenna að þarna gæti ónákvæmni
hjá höfundi ritgerðarinnar.
Athugun Raschellá gengur alfarið út frá því að höfundur II MR hafi hugsað
út frá orðum. Það er hins vegar full ástæða til þess að staldra við og íhuga hug-
takanotkun ritgerðarinnar ögn nánar í þessu sambandi. Af heitum sem tákna mál-
einingar stærri en staf koma þessi fyrir: orð (t. a. m. 90:9,14,20), samstafa (t. a. m.
90:7; 91:5) hending (92:4,8,10). (Tölurnar vísa til blaðsíðu og línu í U.)
Það er greinilegt, að orð merkir hér ‘merkingarbær eining’, því talað er um að
fyrir komi að stafir myndi einir saman „full orð“ og eru til nefnd dæmi eins og
forsetningin á og neitunarforskeytið ó/ú. Hins vegar virðist eðlilegt að túlka kenn-
ingu höfundarins þannig að hljóðkerfiseiningin sem hann notar þegar hann ræðir
um það hvernig stafir raðist saman sé samstafa. Ef svo er, má fá Uppsalabókar-
textann til þess að passa ögn betur við staðreyndirnar, því hægt er að hugsa sér að
höfundurinn hafi átt við að stafirnir í innsta hring hafi staðið í upphafi atkvæðis.
Þannig mætti e. t. v. segja sem svo, að þegar Uppsalabókartextinn segir að þessa
stafi megi „til einskis annars nýta en vera fyrir öðrum stöfum“, þá eigi hann við
að þeir standi einungis í upphafi atkvæðis. Hann útilokar þannig ekki þann
möguleika að þessir stafir komi fyrir inni í orðum í upphafi síðara atkvæðis.
Raunar er hér ástæða til þess að staldra við merkingu forsetningarinnar fyrir,
eins og hún stendur í textanum. Það er síður en svo óeðlilegt að túlka hana þannig
að „fyrir öðrum stöfum" merki fremst, og væri þá orðin þannig að skilja að um-
ræddir stafir standi einungis fremst í samstöfu, en þar sem orð hafi fleiri en eina
samstöfu geti þessir stafir komið fyrir inni í orði. Þó er rétt að minna á að þessi