Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 221
Ritdómar
219
einn kafla um hvert mál. Að vísu hef ég vanist því hingað til að látið sé duga að
tala um 8 tungumál á Norðurlöndunum en ekki 9, þ. e. a. s. að finnlandssænska sé
talin sænsk mállýska enda kemur það fram að 6,3% Finna hafi sænsku að móð-
urmáli (bls. 65) en hins vegar er staða þessarar sænsku mállýsku allt önnur en ann-
arra sænskra mállýskna og á þeim grundvelli má ef til vill rökstyðja þá ákvörðun
að hafa sér kafla um finnlandssænsku og mun ítarlegri umfjöllun um hana en
aðrar sænskar mállýskur.
Áhugaverðast og skemmtilegast þótti mér að lesa um stöðu minnihlutamálanna,
samísku (bls. 98-112) og finnlandssænsku (bls. 65-78), svo og um málstríðið í
Noregi (bls. 21-42). Hins vegar er málkerfi og málfræði finnsku (bls. 79-97),
grænlensku (bls. 137-153) og samísku, en ég vissi Iítið sem ekkert um þau mál
fyrir, svo ólíkt norrænu málunum að svona stutt og ágripskennd umfjöllun fór að
mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ég var litlu nær um þessi mál eftir
lestur þessarar bókar. Sem dæmi um stutta og ágripskennda umfjöllun má taka
finnsku, en kaflinn um hana skiptist í 10 undirkafla: Sprdket och samhdllet (Vá
bls.), Finnar utomlands (1 bls.), Slaktskapsförhállanden (1 bls.), Ordförrádets sam-
mansattning (3 bls.), Ljudstrukturen (2 bls.), Morfologiska och syntaktiska egen-
heter (314 bls.), Skriftsprákets utveckling och finska sprákets stallning (214 bls.),
Det Utterara sprákets utveckling (1 bls.), Dialekter (214 bls., þar af kort 1 bls.),
Sprákvárd (1 bls.) og sýnishorn af finnsku og þýðing á sænsku (1 bls.). Að meðal-
tali fara rúmar 16 bls. í umfjöllun um hvert mál fyrir sig.
Áhersla á einstaka þætti er aðeins mismunandi eftir höfundum. Mest rúm fer í
umræðu um orðaforðann, og þá aðallega tökuorð, í köflunum um dönsku (bls. 9-
12), íslensku (bls. 115-118) og sænsku (bls. 47-52). Orðaforðinn fær einnig mikið
rúm í umfjöllun um finnlandssænsku (bls. 69-71), finnsku (bls. 81-84) og fær-
eysku (bls. 132-134). Að öðru leyti er farið vítt og breitt um málfræði og sögu
einstakra mála og oft stiklað á stóru, sbr. finnsku. Mállýskur og ríkismál fá yfir-
leitt töluverða umfjöllun, t. d. á bls. 59-62 (sænska), svo og ritmál, sérstaklega í
kaflanum um norsku (bls. 21-42). Málvernd og málrækt hefur einnig verið höf-
undum ofarlega í huga.
3.
Kaflinn um íslensku er stysti kaflinn um einstakt mál eða 11 bls. og er saminn
á svipaðan hátt og kaflarnir um hin málin. Stutt yfirlit og ágætt út af fyrir sig þar
sem tæpt er á mörgum atriðum en kaflinn skiptist í 7 undirkafla: Sprák och sam-
hdlle (1 bls.), Historisk översikt (114 bls.), Ordförrádet (3 bls.), Skrift och uttal (2
bls.), Ordböjning (2 bls.), Syntax (14 bls.) og Det islandska namnskicket (1 bls.).
Vegna þess hve kaflinn er stuttur og hvað minnst er á mörg atriði er þess ekki að
vænta að hægt sé að gera hverju atriði rækileg skil. Af þeim sökum hef ég ekki trú
á því að þetta yfirlit verði útlendingum til mikils gagns í námi. Nokkur atriði eru
þó skýrð vel en það er hvernig nafnakerfið er byggt upp (bls. 123) og hvernig fs-
lendingar skrifa bréf; staðsetja (þgf.), dagsetja (þf.) og skrifa utan á þau (heimilis-
fang í þgf.) (bls. 122). Skrítin þótti mér sú fullyrðing að það væru 90 km. á milli
Reykjavíkur og herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli (bls. 113), og er þar e. t. v.
um prentvillu að ræða.