Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 66
64 Kjartan Ottósson
Þá hefur Bruno Kress (1963:145) hafnaö því að miðmynd sé sér-
stök sagnmynd eins og germynd og þolmynd. Rök hans eru þau, að
miðmyndarsagnir (mediale Verben), sem hann svo kallar, myndi
bæði germynd og þolmynd eins og aðrar sagnir. Um þetta má nefna
dæmi eins og Krafist er nafnskírteina, Óttast er að allir hafi
drukknað. Þess verður þó að geta, að fæstar miðmyndarsagnir geta
staðið í þolmynd, og þó aldrei í þolmynd í þrengri merkingu, þ. e.
með þolanda í frumlagssæti eins og í Strákurinn var barinn, heldur
aðeins í ópersónulegri þolmynd af einhverju tagi (Kjartan G. Ott-
ósson handrit).
í þessari grein verður leitast við að svara spurningunni sem varp-
að er fram hér í upphafi. Þetta er þó ekki hugsað sem sóknarræða
fyrir annan aðilann, heldur sem hlutlæg úttekt, enda verður svarið
„bæði beyging og orðmyndun“. Sé nefnilega litið á formlega
miðmynd, þ. e. allar sagnir með endingunni -st, er ljóst að drjúgur
hluti þess er hreint orðmyndunarfyrirbæri. „Merkingarleg
miðmynd“, þ. e. sem liður í þríliða myndaandstæðu íslensks máls,
verður hins vegar að teljast beygingarformdeild, með vissum fyrir-
vörum þó.
Hér er rétt að taka alllangt tilhlaup svo „undirstaðan sé réttlig
fundin“ hóti frekar en verið hefur. Til að unnt sé að svara spurning-
unni verður að vera sæmilega ljóst hvað átt er við með orðmyndun
og beygingu, en það efni hefur ekki skýrst að sama skapi og mikið
hefur verið um það fjallað. í 1. kafla verður því hugað að grundvell-
inum undir aðgreiningu orðmyndunar og beygingar. í 2. kafla er
stuttlega gerð grein fyrir þeirri fjölbreytilegu merkingu sem fræði-
menn hafa séð í miðmynd og dregnir lærdómar af því fyrir hið eig-
inlega viðfangsefni okkar hér. í 3. kafla er einkum fjallað um
„merkingarlega miðmynd" og hún vegin á vogarskálum umfjöllun-
arinnar í 1. kafla. í 4. kafla er miðmynd í þolmyndarmerkingu tekin
til sams konar umfjöllunar. í 5. kafla eru svo dregnar saman nokkr-
ar helstu niðurstöður.
1. Orðmyndun og beyging: fræðileg undirstaða
1.0
í þessum kafla verður fjallað um afmörkun hugtakanna „beyg-
ing“ og „orðmyndun“ í málfræði almennt. Umræður um þau efni
hafa oft verið óþarflega losaralegar og mótsagnakenndar, jafnvel í