Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 179
177
Flugur
fleirtölu í miðmynd í útgáfunum við handritið. í handritinu eru
endingarnar -unst, -ustum, -ust eða -unstum, og í meirihluta dæm-
anna er rétt útgefið, bæði í frumútgáfu og þeirri síðustu. f frumút-
gáfunni eru þó 4 villur, sem verða 3 í miðútgáfunni, en 10 í síðustu
útgáfu. Frá frumútgáfunni hafa 2 af 4 villum verið leiðréttar í síð-
ustu útgáfu (KA:246.14 og 331.34), og eru það þær sem Guðbrand-
ur Jónsson hafði þegar leiðrétt, en hinar (40.7 og 138.4) standa.
Aftur á móti hafa heilar 8 villur bæst við í síðustu útgáfu, og á ein
þeirra upptök í miðútgáfunni (118.17, hinar eru 99.17, 110.16,
119.29, 122.4, 253.33, 302.33, 303.3). Villurnar í síðustu útgáfu eru
flestar þannig, að sett hefur verið nútímaendingin -umst í stað ann-
arrar endingar, en endingin -umst kemur alls ekki fyrir í handritinu.
Að því er tekur til málfars almennt virðast þessar miðmyndar-
endingar gefa nokkuð rétta mynd af mun útgáfnanna: Guðbrandur
leiðréttir sumar villur Jóns útgáfu, en í útgáfu Kristjáns hafa nú-
tímamyndirnar sterka tilhneigingu til að troða sér inn. Auk mið-
myndarendinganna hef ég borið smákafla í síðustu útgáfu (KA:39-
40 og 81-82) saman við handritið, og sömuleiðis sumar myndir 1.
persónu eintölu utan framsöguháttar nútíðar. Ýmislegt af þessu hef
ég einnig borið saman við fyrri útgáfurnar.1 Meðal þess sem ber á
milli er að Jón virðist mér yfirleitt skrifa eg, en stundum jeg,
kannski helst í upphafi setninga. í útgáfunum er þetta samræmt, í
frumútgáfunni og miðútgáfunni í eg, í síðustu útgáfu í ég. Þá virðist
Jón skrifa reglulega hvör(-), útgáfurnar hafa hver o. s. frv.; Jón so,
útgáfur svo\ Jón gjöra, útgáfur gera. Af einstökum dæmum þar sem
allar útgáfurnar eru rangar má nefna að Jón skrifar hvörjutveggja,
útgáfur hvorttveggja (KA:39.8); Jón fleirum reglum, útgáfur fleiri
reglum (KA:39.19); Jón þar til eg kominn vœri, útgáfur þartil kom-
inn vœri (KA:39.24); Jón móður mín, útgáfur móðir mín
(KA:40.20); Jón aungvan, útgáfur engan (JÞ eingan) (KA:82.24);
Jón skylda eg, út gáfur skyldi eg/ég (KA:84.29); Jón sókti systir
hans, útgáfur sótti systur hans (KA:106.4). Af dæmum þar sem
breytt hefur verið í nútímahorf í síðustu útgáfu má nefna eins og að
margir (Jón, JÞ, GJ), KA:82.19 eins og margir\ lítillri (Jón og GJ),
KA:39.3 (og JÞ) lítilli. Myndin einnri (Jón og JÞ) varð þegar hjá GJ
einni (KA:136.26).
1 Stafsetning dæma er hér samræmd r.okkuð.