Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 124
122 Magnús Snœdal
stuttra sérhljóða. Áður en þessu er lýst nánar er þó rétt að gera
nokkra grein fyrir þeirri hljóðritun sem notuð er í þessari grein.
Eins og venja er verður miðað við mállýskuna í Suður-Straumey
(Streymoy) eða Þórshöfn (Tórshavn — sjá 1.3.2). Að mestu er far-
ið eftir þeirri hljóðritun sem Rischel (1961) notar og er endur-
skoðuð sú hljóðritun sem Lockwood (1951, 1977) var upphafsmað-
ur að. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar til hægðarauka íslensk-
um lesendum.
[i] og [u] eru notuð í stað [1] og [o] og stutt tvíhljóð eru hljóðrit-
uð [u'], þ1], [a1] (sbr. Hagström 1967:82) en ekki með [n] undir síð-
ari hlutanum eins og Rischel (1961 :xvi) og Lockwood (1977:7)
gera. Hvorttveggja táknar að síðari hlutinn sé mjög stuttur. Það er
í samræmi við venju að merkja ekki lengd langra tvíhljóða, t. d.
[sdaurur] stórur, og er af ýmsum ástæðum óhægt að víkja frá því.
Hálflengd er ekki merkt við fyrra samhljóð í sambandi, hljóðrit-
að [sandur] sandur en ekki [san.dur], eins og Rischel (1961 :xvii)
gerir (sbr. Lockwood 1977:22). Aðblástur er hér táknaður þar sem
stafsetning hefur pp, tt, kk og hljóðritað [hp, ht, hk] en ekki [p:, t:,
k:] eins og venja er. Einnig er hér táknaður fráblástur á p, t, k í
framstöðu enda felst meginmunurinn á þessum hljóðum og b, d, g
í honum en ekki rödduninni sem er venjulega naum (sbr. Rischel
1961:xxv-xxvi, Lockwood 1977:7-8 og Werner 1963:86-87). Það er
svo samkvæmt venju að hljóðrita p, t, k í innstöðu [p, t, k] enda
getur framburðurinn verið allbreytilegur — [ph, p, b, b] og jafnvel
[hp] (sbr. Rischel 1961:xxvii, Hagström 1967:83, nákvæmast hjá
Werner 1963).
Þess skal-getið að framgómmælt k og g eru skv. venju hljóðrituð
[c] og [j] en eru frammæltari en framgómhljóðin í íslensku og af-
fríkatar, nánast eins og í ensku church og judge. Hagström
(1967:83) hljóðritar [(5] og [c^] enda geti fyrra hljóðið orðið að
hreinu önghljóði, [5]. Ennfremur skal tekið fram að r er oftast
framgómmælt, [a], í færeysku (sbr. Rischel 1961:xxvi, Hagström
1967:69-70).
1.1 Lengd sérhljóða
Um lengd sérhljóða í áhersluatkvæðum í færeysku gilda mjög
sambærilegar reglur og í íslensku. Sérhljóð er stutt ef á eftir fer
langt samhljóð eða samhljóðasamband. Undantekningar frá þessu