Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 198
196
Ritdómar
þótt fræðiorð í málfræði, eins og fónemlfónan, komi af einhverjum ástæðum fyrir í
bók um tölvur, á það ekkert erindi í Tölvuorðasafiv, samt er það haft með. Enn
hæpnara er — og að mínu mati alveg fráleitt — þegar verið er að búa til nýyrði yfir
hugtök sem tilheyra fyrst ogfremst öðrum fræöigreinum; homonym er t. d. þýtt eins-
heiti.
Ég hætti mér ekki langt út á þann hála ís að gera athugasemdir við skilgreiningar
einstakra hugtaka; eins og segir í formála hafa sérfróðir menn á ýmsum sviðum verið
þar til ráðuneytis, svo að ekki ætti að vera mikil hætta á að þar séu alvarlegar villur
á ferðum. Þó skal ég nefna nokkur atriði í sambandi við ritvinnslu sem mér fannst
mega betur fara.
Afturflettihnappur er notað sem þýðing bæði á ‘previous screen key' og ‘page up
key’; í sumum tilvikum er þó um mismunandi lykla að ræða. Hið sama gildir um
framflettihnapp.
Undir feitletra stendur aðeins ‘prenta með feitu letri'-, eðlilegt hefði verið að taka
fram að í flestum ritvinnslukerfum birtist sá texti sem verður feitletraður í prentun
skærari á skjánum.
Skýring á dauðum hnappi er ónákvæm; 'hnappur sem hefur ekki áhrif á hendil'.
Að vísu er bætt við: „Dauður hnappur er m. a. notaður til þess að skrá brodd yfir
bókstaf. Broddurinn er þá á dauðum hnappi og er sleginn inn á undan stafnum." En
í raun og veru er nær að segja að dauður lykill breyti verkan þess lykils sem slegið er
á næst á eftir.
Snið er skýrt sem ‘það hvernig gagnastökum er skipað á gagnamiðil'. Þetta er alltof
óljóst að mínu mati; rétt hefði verið að nefna hér einhver dæmi.
Viðfangslína er ‘sú lína í texta sem er til reiðu hverju sinni'. Sem samsvörun við
‘current line', eins og þetta á að vera, er það ófullnægjandi; yfirleitt er átt við þá línu
sem bendillinn er staddur í, en hún er í sjálfu sér ekki meira „til reiðu“ en hver önnur
lína skjalsins.
Nafnorðið dagrétta er skýrt sem ‘lýsing á lagfæringum og endurbótum á skrá,
gagnasafni eða hugbúnaði'. Enska orðið ‘update', sem þetta á að svara til, merkir
hins vegar ekki eingöngu ‘lýsingu á lagfæringum og endurbótum', heldur líka oft
‘nýja og endurbætta gerð'.
3. Málstefna og orðmyndunaraðferöir
Þegar kemur að því að finna íslensk orð um hugtök í safni sem þessu er ólíklegt
að allir verði sammála. í formála segir svo: „íslensk heiti á hugtökum í orðasafni
þessu, þ.e. íðorðin sjálf, eru annaðhvort heiti sem almennt eru notuð eða heiti sem
orðanefndin hefur smíðað fyrir þetta orðasafn. Hin síðarnefndu munu vera all-
nokkru fleiri. í sumum tilvikum hafa nefndarmenn ekki getað fellt sig við orð sem í
notkun hafa verið. Hefur þá verið reynt að finna bctri orð og hin talin samheiti eða
þeim veriðsleppt. [ . . . ] í einstaka tilvikum hefur verið sett spurningarmerki við ís-
Ienskt heiti. Það er þá gert af því að íslenska orðið er notað, en þykir af einhverjum
ástæðum ekki heppilegt."
Eitt meginhlutverk bókar af þessu tagi hlýtur að vera að gera mönnum kleift að
skilja það mál sem talað er og ritað af þeim sem fást við tölvur. Eigi bókin að gegna
því hlutverki hlýtur hún að verða að taka með þau orð sem eru notuð og skýra þau.