Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 90
88 Kjartan Ottósson
inn bráðnaði, Barnið vaknaði. Telur Sigríður að byrjunarsagnir
hafi sams konar djúpgerð og þegar „orsakarsagnir“ á borð viðfylla
hafa ótilgreindan geranda, en það er einmitt í miðmynd. Ákveðin
les mynda þá byrjunarsagnir á -na í yfirborðsgerð. Þetta skýri það,
að aðeins sé til Vatnið kólnaði, ekki kældist.
Það sem Sigríður (1970:561-563) kallar „impression verbs“ með
„þágufallsfrumlagi“, t. d. Mérsýnist bókin vera ný, skýrir hún einn-
ig með ótilgreindum geranda. Það atriði telur hún greina slíkar
setningar frá setningum á borð við Hann sýndi mér að bókin er ný,
þar sem gerandinn er tilgreindur, en innfelld setning sem fyrr. Sé
einnig þágufallsliðurinn ótilgreindur í djúpgerð, myndast setningar
eins og Málið sýnist vera augljóst.
Sigríður (1970:565) bendir á að sumar sagnir geta sem best staðið
í miðmynd, en vart eða ekki í þolmynd, og nefnir sem dæmi Hljóðið
heyrðist greinilega og Myndin sást vel. Telur Sigríður hugsanlegt að
þetta verði aðeins skýrt með tilvísun til merkingar sagnanna.
Auk ótilgreinds geranda notar Sigríður (1970:558-560) einnig til
skýringar á miðmynd eyðingu nafnliða, andlags eða geranda, sem
eru „redundantly specifiable“. Afturvirkar og gagnverkandi mið-
myndarsagnir skýrir hún með því að gera ráð fyrir eyðingu andlags-
liðar sem vísar til þess sama og gerandinn í setningunni. í setning-
um eins og Ég vonast til að fara og Hann bauðst til að koma gerir
hún ráð fyrir að eytt sé geranda úr innfelldri setningu sem sjálf er
andlag aðalsetningarinnar, samanber setningar eins og Ég vona að
þúfarir. Hér er eyðing innfellda gerandans háð því, að hann vísi til
þess sama og gerandinn í móðursetningunni. Allar þessar eyðingar
kallar Sigríður „equi-NP deletion“.
Með því að kenna einnig ótilgreindan geranda við eyðingu fær
Sigríður (1970:564) baklægan samnefnara fyrir miðmynd. Hún
viðurkennir þó að ýmsar sagnir í miðmynd séu ekki í neinum ein-
földum setningafræðilegum tengslum við samsvarandi sögn í
germynd, t. d. takast, farast, dveljast, standast (Sigríður Valfells
1970:563-564).
Enda þótt Sigríður taki að ýmsu leyti skýrar og skipulegar á mál-
um en fyrri fræðimenn, og bendi á ýmislegt nýtt, er greinargerð
hennar fyrir mun þolmyndar og miðmyndar óskýr og ófullnægj-
andi. Ekki verður séð, því miður, að hún hafi kynnt sér skrif Kress
um efnið — þá hefði hún hugsanlega stigið varanlegt framfaraskref.