Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 172
170
Orð aforði
læti, of mikið hreinlæti’ (bls. 1024). Blöndal merkir það Hf., og hef-
ur hann því haft heimild um orðið úr Hornafirði. Eins og sjá má af
þessu yfirliti eru dæmin öll af mjög takmörkuðu svæði, og merking-
in hefur haldizt óbreytt frá fyrri hluta 19. aldar þótt orðmyndirnar
sjálfar hafi afbakazt.
Erfitt er að gizka á sameiginlegan uppruna þessara orða. Senni-
lega er um að ræða tökuorð og þá beint úr lágþýzku eða úr lágþýzku
gegnum dönsku eða norsku. í Lbs. 220 8vo er nefnt orðið kornotte-
leg. í norskum mállýzkum eru til lo. kornoteleg, sem merkir ‘gerð-
arlegur, veglegur’ og so. kornossa seg ‘hressa sig á e-u, gæða sér á
e-u’, sem líklega mætti tengja íslenzku orðunum. Rétt er að geta
þess, að A. Torp hallast að því að kornoteleg sé lengd mynd af orð-
inu knoteleg og sögnin að kornossa sömuleiðis lengd mynd aíknosa
seg, sem aftur sé til orðin við samruna sagnanna knosa og nössa
(Torp: 309).
Sé upprunans að leita í lágþýzku er hugsanlegt að tengja hann
orðinu körnote, sem einnig kemur fyrir í myndunum körnute,
körgenote, karnute og merkir T) félagi í vali eða dómi’ (Genosse im
koren, sowohl bei Festsetzung der kuren und Bestrafung der Uber-
tretungen als beim Wáhlen (Lubben: 185)); ‘2) félagi, vinur, einnig
í neikvæðri merkingu eins og „drykkjufélagi“ ’. Miðlágþýzka sögn-
in kornuten merkir ‘að haga sér eins og kornute'. Körnute er þannig
samsett úr köre, kúr(e) ‘ákvörðun; val á milli tveggja eða fleiri
hluta; kjör embættismanna’ (Lubben: 184) og note ‘félagi, einkum
stéttarbróðir’.
í ODS (XI, 127) er gefið orðið kornut (eldra kornute) sem dæmi
eru um frá því á síðari hluta 18. aldar. Það er talið komið í dönsku
úr þýzku (kornut) og uppruni rakinn til latneska orðsins cornutus
‘hyrndur’. í dönsku er orðið m. a. notað um stúdent, sem hleypur
af sér hornin. Einnig var það notað áður fyrr um sveina í prentiðn,
sem höfðu ýmsum skyldum að gegna við hærra setta prentara, þar
til þeir voru teknir í þeirra hóp eftir lengri eða skemmri biðtíma við
sérstaka athöfn, þar sem sveinninn bar húfu'með hornum á. Ég
hygg að danska orðið eigi án efa rætur að rekja til áðurnefnds orðs
í lágþýzku, og hefur það verið notað í tvenns konar merkingu í
dönsku eins og þar. Þegar merking samsetningarliðanna er orðin
mönnum fjarlæg, hefur kornut verið tengt latneska lo. cornutus og
‘hyrndur’ bætzt við upprunalegu merkinguna.