Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 105
103
Mörk orðmyndunar og beygingar
í hreyfingarsögnum er, gagnstætt því sem gildir um breytingar-
sagnir, afarlítið um að miðmynd sé tjáð með öðrum hætti, en eins
og þar virðast allar sagnir sem það geta merkingarinnar vegna taka
miðmynd.
Aðrar verðandisagnir (en breytingar- og hreyfingarsagnir) sem
tekið geta geranda eru sundurleitur hópur. Þar sem stefna verðand-
innar er frá gerandanum til „þolandans“ er oft um að ræða einhver
áhrif á síðarnefnda aðilann eða hagi hans á einhvern sértækan hátt,
einhverja sértæka breytingu.
Undir þetta falla sagnir sem tákna festingu (takmörkun á mögu-
leikum til hreyfingar), svo sem festast (við), límast (við), ánetjast,
krækjast í. Hér er stundum hægt að mynda niðurstöðulýsingar eins
og í breytingarsögnum: fastur, límdur við, (?)kræktur í.
Nefna má myndir eins og tefjast og neyðast til, þar sem áherslan
er á geranda- eða ásetningsleysi, eða sparast og sannast. í setningu
eins og Hann valdist til margra trúnaðarstarfa er lögð áhersla á að
það eru ekki einhverjir eiginleikar gerandans sem úrslitum ráða,
frek-ar þolandans, eða tilviljun eins og í Lið drógust saman.
Af öllum verðandisögnum sem tekið geta geranda, þó að þær feli
ekki í sér breytingu á eðlisþáttum eða hreyfingu, virðist vera hægt
að mynda miðmynd svo framarlega sem hinar almennu merkingar-
legu forsendur miðmyndar eru uppfylltar. Oft er á mörkunum
hvort gerandaásetningur er útþurrkanlegur, t. d. getur bjóðast nán-
ast bara haft óáþreifanlegan aðila í miðmynd: Tækifœri býðst.51
Áður en skilist er við verðandisagnir með geranda er ástæða til að
fjalla nokkru nánar um sérstaka hegðun snertingarsagna, og um til-
finningasagnir, þar sem eiginleg miðmynd er jaðarfyrirbæri.
í snertingarsögnum koma að jafnaði þrír áþreifanlegir hlutir við
sögu: sá sem snertir, það sem snert er með, og það sem er snert.
Snertingarsagnir geta haft tvo eða þrjá aðila, þannig að ýmist er
nefnt það sem snert er með, og þar með hreyft, eða ekki.58 í snert-
57 Af merkingarlegum ástæðum er miðmynd af sumum breytingarsögnum al-
gengari en germyndin, t. d. yngjast, sýkjast. Aðrar breytingarsagnir eru merkingar
sinnar vegna sjaldan notaðar í germynd nema með afturbeygða fornafninu, t. d.
grenna sig — grennast. Frá sögnum af þessu tagi er orðið skammt í aflags-miðmynd,
sagnir, sem ekki eru til í germynd, t. d. veikjast (í merkingunni ‘verða veikur’), en
um slíkar sagnir er fjallað í 3.3.6 hér síðar.
Stundum fela sagnirnar í sér það sem snert er með (líkamshluta), t. d. sparka
(fótur).