Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 214
212 Guðvarður Már Gunnlaugsson
det let seg ettervisa nokon maalskilnad i dei ymse landsluter. (Marius Hægstad
1942:1).
Nokkrar af niðurstöðum hans um íslenskar mállýskur birtust í mjög stuttri grein
árið 1910 en árið 1942 kom út bókin Nokre ord um nyislandsken sem hefur að geyma
mun nákvæmari útlistun á íslenskum mállýskum og málfari íslendinga. Greinin frá
1910 er eiginlega bara stuttur útdráttur úr bókinni. Hægstad segist (1942:1) hafa ver-
ið á Seyðisfirði, Húsavík, Akureyri, Norðvesturlandi, ísafirði og Reykjavík ogferð-
ast landveg milli þessara staða. í Reykjavík hafði hann tækifæri til að tala við fjölda
fólks hvaðanæva af landinu og ferðaðist þaðan um Árnes- og Rangárvallasýslur.
Hann segist hafa talað við fólk úr öllum landshlutum og af öllum þjóðfélagsstigum.
Hann segist hafa mestar upplýsingar um málfar á Austurlandi (S-Múlasýslu),
Norðurlandi (Eyjafirði) og Suðvesturlandi en minnst segist hann vita um málfar
Skaftfellinga (1942:1).
Hægstad skiptir íslenskunni í fjórar aðalmállýskur; sunnlensku („sudlandsmaa-
let“) frá Jökulsá á Sólheimasandi að Öndverðarnesi en segir að Snæfellsnes- og
•Hnappadalssýslur séu blendingssvæði (1942:30), vestlensku („vestlandsmaal") frá
Öndverðarnesi að Húnaflóa en segir að Dalasýsla sé blendingssvæði og hið eiginlega
„vestlandsmaal" sé talað á Vestfjarðakjálkanum (1942:37), norðlensku („nordlands-
maal“) frá Húnaflóa að Langanesi (1942:40) og austlensku („austlandsmaal") frá
Langanesi að Jökulsá á Sólheimasandi (1942:44) en talar samt um sérstaka mállýsku
í Skaftafellssýslum (1942:47).
Hægstad virðist vera sá fyrsti sem hefur tekið eftir eða sér ástæðu til að nefna
mállýskuafbrigði eins og röddun (1942:41) og einhljóðaframburð á undan gi
(1942:47) og svo mörg önnur smærri atriði. Á hinn bóginn minnist hann ekki á rl-,
rn-framburð né ng/-framburð frekar en þeir sem nefndir voru í kafla 2.1. Reyndar
talar Hægstad um miklu fleiri atriði en þeir sem höfðu minnst á mállýskur áður en
þess ber að geta að hann minnist aðeins á örfá þeirra (þau helstu) í grein sinni árið
1910, svo niðurstöður hans hafa örugglega ekki haft eins mikil áhrif á íslenska mál-
fræðinga og þær hefðu getað gert ef þær hefðu birst fljótlega eftir dvöl hans hér. Þess
skal þó getið að hann þakkar (1942:2) Jóni Ólafssyni, ritstjóra, og Birni Magnússyni
Ólsen fyrir verðmætar upplýsingar.
2.3 Skoðanir málfrœðinga 1910-1932
Á þessu tímabili er skrifað töluvert mikið um málfræði á íslandi en ekki svo sér-
staklega mikið um mállýskur. Þó má nefna Jón Ófeigsson (1920-24), Marius Krist-
ensen (1924) og Stefán Einarsson (1928-29) og í málfræðibókunum er frekar talað
um mállýskuafbrigði en áður og þá í meira samræmi við það sem við vitum nú en það
sem áður var sagt um mállýskur. Jafnframt reyna þeir sem skrifa um mállýskur að
staðsetja þær og finna útbreiðslu þeirra. Má þar nefna auk þeirra fyrrnefndu Jakob
Jóh. Smára (1917) og Jóhannes L. L. Jóhannsson (1923 og 1924). Jóhannes vekur
sérstaka athygli fyrir mjög ákveðnar skoðanir á útbreiðslu mállýskna (1923:206-207
og 1924:24, 29, 32, 130). Ekki kemur fram í ritum manna á þessu tímabiii hvernig
þeir öfluðu sér upplýsinga um mállýskumörk nema hvað það kemur fram að Marius
Kristensen fer mest eftir því sem áður hefur verið skrifað (t. d. 1924: 299) og Stefán