Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 96
94 Kjartan Ottósson
rjúfa þekju — rjúfa samband eða Bíllinn stöðvaðist (lok hreyfingar)
— Framleiðsla stöðvaðist,43
Þær sagnir sem eru prótotýpiskastar („þröngt prótotýpiskar" sbr.
Kjartan G. Ottósson 1986:247) hafa þrjá einkennisþætti. í fyrsta
lagi hafa þær tvo skyldubundna (obligatoriska) aðila. í öðru lagi
hafa þessar sagnir geranda sem aðila, og má þá tala um verknað eða
gerning (action) (sbr. Lyons 1977:482-484). Nánar verður fjallað
um verknaði von bráðar. Tíðast er að verknaður hafi líka tjáð, þ. e.
„overt“ andlag, nema gerandinn hreyfi sjálfan sig, t. d. fari eitt-
hvað, hlaupi eða hoppi. í þriðja lagi gengur verknaður sagnarinnar
frá gerandanum að hinum aðilanum, og hefur einhver áhrif á hann.
Slíkar sagnir má nefna eiginlegar áhrifssagnir, og verður brátt vikið
að þeim.
Gerandi felur fyrst og fremst í sér ásetning, þ. e. að athöfnin sé
gerð viljandi. Þetta krefst þess aftur að verknaðurinn sé á valdi ger-
anda. Aðild gerandans að verknaðinum getur verið misnáin og mis-
jafnlega nauðsynleg. Sumir verknaðir eru þó í sjálfu sér svo flóknir
eða vandasamir að gerandinn verður að leggja sig allan fram, t. d.
aka, sigla, leggja, önnur ferli geta allt eins orðið fyrir tilverknað
náttúruafla eða annarra „blindra“ ytri orsaka, t. d. skemma, kasta.
Frumlag verðandisagna í germynd er ekki nærri alltaf gerandi, jafn-
vel þótt viðkomandi sögn leyfi það. Stundum vantar það upp á, að
verknaðurinn er gerður óviljandi, svo sem: Jón brauteggin ífallinu.
Stundum er frumlagið orsök en ekki gerandi, t. d. náttúruöfl eins
og í Snjóflóð lokuðu veginum, eða röð atvika eins og í Framfarir í
lœknavísindum hafa lengt mannsævina (sbr. Lyons 1977:488-494).
Þegar sagnarviðfangið er ekki að öllu leyti á valdi geranda má
greina að viðleitni og árangur, sem birtist t. d. í sagnarparinu leita/
finna og í mismunandi merkingu sagnarinnar að selja: Hann selur
bœkur (viðleitni) og Hann seldi enga bók í gær (árangur).
Eiginlegar áhrifssagnir fela í sér raunveruleg áhrif á andlagið,
fyrst og fremst að það breytist sjálft áþreifanlega (breytingarsagnir)
eða hreyfist (hreyfingarsagnir). Andlag þessara sagna er eiginlegur
þolandi (patient). Breytingin er mis-áþreifanleg eftir sögnum, án
J:' Myndhvörf af því tagi sem birtist í dæminu með siöðva eru skyld grundvallar-
hugsuninni á bak við „Iocalist“-gerðina af fallamálfræði (t. d. Anderson 1971,1977),
nefnilega að hugtök sem strangt til tekið eiga við legu í rúmi séu notuð í e. k. yfir-
færðri merkingu einnig annars staðar, t. d. um legu í tíma.