Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 196
194
Ritdómar
Lítum svo næst á Ctrl. Þar er vísað á orðið stýrihnappur. „Hnappur sem haldið er
niðri meðan stutt er á annan hnapp til þess að senda tiltekinn stýristaf til tölvu.“
Ogsvo Alt, þar sem vísaðer á umskiptahnapp-. „Hnappur sem haldiðer niðri með-
an stutt er á annan hnapp til þess að breyta merkinu sem sá hnappur sendir."
Skýringin á Alt er ágæt, en ég er ekki eins ánægður með skýringuna á Ctrl. í mjög
mörgum tilvikum, t. d. í mörgum ritvinnslukerfum, eru þessir lyklar alveg hliðstæð-
ir; Ctrl er líka notaður til að breyta merkinu sem hinn lykillinn sem stutt er á sendir.
Einnig hefði gjarna mátt koma fram, eins og með Esc, að þetta er mismunandi eftir
þeim forritum sem notuð eru hverju sinni.
Svona mætti lengi telja; en ég tel að þessi dæmi sýni glöggt að skýringaraðferð
Tölvuorðasafns henti almenningi sem aðeins er að leita sér upplýsinga um einstök
orð ekki vel. En kannski er ég að dæma bókina á röngum forsendum; það er ekki al-
veg ljóst að hún eigi að henta almenningi, þótt sagt sé „öllurn" á kápunni.
Sennilega hentar bókin best þeim sem hafa einhverja nasasjón af tölvum, og eru
staðráðnir í að sökkva sér niður í fræðin, reknir áfram af endalausri forvitni. Ég er
hræddur um að aðrir endist ekki til að fletta fram og aftur í bókinni til að skilja
skýringarnar á því sem þeir flettu upp á í upphafi.
2. Val hugtaka og orða — skilgreiningar
Það má auðvitað lengi deila um hvaða hugtök eigi að vera nteð í riti sem þessu;
sum eru svo bundin við einstök forrit eða tölvutegundir að ástæðulaust er að hafa þau
með. Þó verður að telja eðlilegt að taka talsvert með af því sem tengist PC-tölvum
og MS-DOS stýrikerfinu, vegna þess hve þetta er útbreitt. Ég fann þónokkur dæmi
um að orð sem mér finnst eiga fullan rétt á sér vanti; sögnin backup er þarna ekki í
venjulegri merkingu, né heldur boot (bara bootstrap), og ekki bold (en að vísu bold-
face). Þá vantar undelete, batch file (að vísu er batch processing), path (í hinni venju-
legu merkingu í MS-DOS); shell er ekki heldur. Window í merkingunni 'hluti skjás'
er ekki að finna (ekki tengt split screen). Ekki er heldurparallelprinter (en hins vegar
serial printer).
Þá vantar BIOS, card, cell, liigh byte, low byte, monochrome, RS232, socket, start
bit og stop bit (hins vegar er start signal og stop signal, í sömu merkingu). Einnig
vantar ýmis orð sem e.t.v. má telja til slangurs, en þurfa þó að vera með að mínu
mati: freeze, hang, kill. Desktop publishing og soft strip eru að vísu nýleg, en hefðu
þó átt að komast inn.
Af íslenskum orðum sem mér fannst vanta nefni ég af handahófi nettenging, hlið
(í merkingunni ‘port'), tengi, prenttengi, hliðtengi, raðtengi (að vísu er raðtengildi í
sömu merkingu), afritsvörn og ritverja (notað er skriflás og skriflœsa). Resolution er
aðeins þýtt sem leysni, ekki upplaustr, backspace key er aðeins þýtt sem hophnappur,
ekki bakklykilll-hnappur-, forma kemur ekki fyrir, aðeins forsníða. Ritfœra hefur
verið notað fyrir ‘edit' og ritþór fyrir ‘editor'; bæði orðin vantar. Braut/slóð (í merk-
ingunni ‘path’), skipanaskrá (‘batch file'), spjald ('card'), frjósa ('freeze'), endur-
heimta (‘undelete’) eru dæmi um algeng orð í íslensku tölvumáli sem vantar vegna
þess að hugtakið er ekki ineð, eins og áður kom fram. Sé flett upp áfasturdiskurer
gripið í tómt; hins vegar er fastadiskur á sínum stað. (Aftur á móti eru bæði harður
diskur og harðdiskur uppflettiorð.)