Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 196

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 196
194 Ritdómar Lítum svo næst á Ctrl. Þar er vísað á orðið stýrihnappur. „Hnappur sem haldið er niðri meðan stutt er á annan hnapp til þess að senda tiltekinn stýristaf til tölvu.“ Ogsvo Alt, þar sem vísaðer á umskiptahnapp-. „Hnappur sem haldiðer niðri með- an stutt er á annan hnapp til þess að breyta merkinu sem sá hnappur sendir." Skýringin á Alt er ágæt, en ég er ekki eins ánægður með skýringuna á Ctrl. í mjög mörgum tilvikum, t. d. í mörgum ritvinnslukerfum, eru þessir lyklar alveg hliðstæð- ir; Ctrl er líka notaður til að breyta merkinu sem hinn lykillinn sem stutt er á sendir. Einnig hefði gjarna mátt koma fram, eins og með Esc, að þetta er mismunandi eftir þeim forritum sem notuð eru hverju sinni. Svona mætti lengi telja; en ég tel að þessi dæmi sýni glöggt að skýringaraðferð Tölvuorðasafns henti almenningi sem aðeins er að leita sér upplýsinga um einstök orð ekki vel. En kannski er ég að dæma bókina á röngum forsendum; það er ekki al- veg ljóst að hún eigi að henta almenningi, þótt sagt sé „öllurn" á kápunni. Sennilega hentar bókin best þeim sem hafa einhverja nasasjón af tölvum, og eru staðráðnir í að sökkva sér niður í fræðin, reknir áfram af endalausri forvitni. Ég er hræddur um að aðrir endist ekki til að fletta fram og aftur í bókinni til að skilja skýringarnar á því sem þeir flettu upp á í upphafi. 2. Val hugtaka og orða — skilgreiningar Það má auðvitað lengi deila um hvaða hugtök eigi að vera nteð í riti sem þessu; sum eru svo bundin við einstök forrit eða tölvutegundir að ástæðulaust er að hafa þau með. Þó verður að telja eðlilegt að taka talsvert með af því sem tengist PC-tölvum og MS-DOS stýrikerfinu, vegna þess hve þetta er útbreitt. Ég fann þónokkur dæmi um að orð sem mér finnst eiga fullan rétt á sér vanti; sögnin backup er þarna ekki í venjulegri merkingu, né heldur boot (bara bootstrap), og ekki bold (en að vísu bold- face). Þá vantar undelete, batch file (að vísu er batch processing), path (í hinni venju- legu merkingu í MS-DOS); shell er ekki heldur. Window í merkingunni 'hluti skjás' er ekki að finna (ekki tengt split screen). Ekki er heldurparallelprinter (en hins vegar serial printer). Þá vantar BIOS, card, cell, liigh byte, low byte, monochrome, RS232, socket, start bit og stop bit (hins vegar er start signal og stop signal, í sömu merkingu). Einnig vantar ýmis orð sem e.t.v. má telja til slangurs, en þurfa þó að vera með að mínu mati: freeze, hang, kill. Desktop publishing og soft strip eru að vísu nýleg, en hefðu þó átt að komast inn. Af íslenskum orðum sem mér fannst vanta nefni ég af handahófi nettenging, hlið (í merkingunni ‘port'), tengi, prenttengi, hliðtengi, raðtengi (að vísu er raðtengildi í sömu merkingu), afritsvörn og ritverja (notað er skriflás og skriflœsa). Resolution er aðeins þýtt sem leysni, ekki upplaustr, backspace key er aðeins þýtt sem hophnappur, ekki bakklykilll-hnappur-, forma kemur ekki fyrir, aðeins forsníða. Ritfœra hefur verið notað fyrir ‘edit' og ritþór fyrir ‘editor'; bæði orðin vantar. Braut/slóð (í merk- ingunni ‘path’), skipanaskrá (‘batch file'), spjald ('card'), frjósa ('freeze'), endur- heimta (‘undelete’) eru dæmi um algeng orð í íslensku tölvumáli sem vantar vegna þess að hugtakið er ekki ineð, eins og áður kom fram. Sé flett upp áfasturdiskurer gripið í tómt; hins vegar er fastadiskur á sínum stað. (Aftur á móti eru bæði harður diskur og harðdiskur uppflettiorð.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.