Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 111
109
Mörk orömyndunar og beygingar
3.3.5 Hvaða sagnir geta ekki staðið í eiginlegri miðmynd?
Hvaða sagnir eru það þá, sem geta ekki staðið í eiginlegri mið-
mynd og eru þó áhrifssagnir? Þessi spurning á fyrst og fremst við um
verðandisagnir þar sem gerandi er mögulegur og þar með merking-
arleg andstæða milli miðmyndar og germyndar, annars er lexíkali-
sering möguleg, sbr. 3.3.2.
Eitt skilyrði eiginlegrar miðmyndar er merkingarlegt: að sögnin
þoli þá útþurrkun geranda sem miðmynd felur í sér. Sumar sagnir
fela það í sér að gerandi leggi sig allan fram, þannig að sá verknaður
getur tæpast orðið svo að segja af sjálfu sér. Þetta á t. d. við um að
aka (bíl), og um tjáskiptasagnir svo sem segja, syngja. Um sumar
sagnir gildir að miðmynd tekur aðeins yfir þann hluta merkingar-
sviðsins sem felur í sér áhrif, t. d. bakast. Aðrar sagnir fela beinlínis
í sér huglæga afstöðu gerandans, þ. e. ákveðnar áþreifanlegar at-
hafnir verður að gera með viðeigandi hugarfari, t. d. myrða gagn-
stætt drepa. Slíkar sagnir geta að sjálfsögðu ekki staðið í miðmynd.
Annað skilyrðið varðar orðasafnið (er ,,lexíkalskt“). Ákveðin
sögn er oft ekki til í formlegri miðmynd vegna þess að til eru aðrir
tjáningarmöguleikar sem eru einráðir. Einna algengast er líklega
að þetta séu inkóatífar nö-sagnir,68 t. d. brotna, klofna, slitna,
bogna, sviðna, soðna, dofna, bráðna, fitna, molna, þorna, blotna,
kólna, hitna, losna, dökkna, kvikna, slokkna. TVa-sagnir eru yfir-
leitt breytingarsagnir, en nokkuð er handahófskennt hvort skyldar
merkingar eru tjáðar með miðmynd eða /ra-sögnum. Þannig eru til
andheitapör eins og dökkna — lýsast, fitna — grennast, losna —
festast. Stöku sinnum er notuð ýmist formleg miðmynd eða inkóatíf
na-sögn, eins og í bogna — beygjast, og þegar sögn er hluti af föstu
orðasambandi (idiom) virðist tilhneiging að nota miðmynd í stað
na-sagnarinnar: bæta — batna, en bœtastúr skák. Einsogáðurerað
vikið má líta á na-sagnir sem sérstakan beygingarflokk anti-kása-
tífrar miðmyndar.
Stundum er áhrifssögnin veik ija-sögn, en í stað miðmyndar eru
notaðar sterkar sagnir, t. d.fella mann áprófi—falla áprófi. Eink-
sambönd, sbr. að *Honum skýrðisl svo frá er ótækt, þótt merkingin sé sú sama.
Þessu skylt er Honum dvaldisl lengi, og fjarskyldara Engum dylst að . . . Aflags-
miðmynd þessu skyld er Honum láðist.
<>s Ýmsar aðrar sagnir enda einnig á -na, t. d. opna, fastna.