Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 195
Ritdómar
193
finnur skýringuna ‘gjörvi sem er á einni eða fáeinum samrásum’. Samrás er svo ‘raf-
eindarás þar sem fjölda samtengdra smára, rökrása og annarra hálfleiðarabúta er
komið fyrir á yfirborði örsmárrar kísilflögu'. Undir rökrás er svo vísað á rökaðgerð,
en það orð hefur þrjár mismunandi skilgreiningar; en undir kísilflaga stendur aðeins
‘þunn kísilflís sem samrásir eru settar á’, þannig að þar er komið á enda.
En hvað finnum við ef við flettum upp á gjörva einum saman? Það er ‘búnaður sem
túlkar og innir skipanir'. Að inna er svo að ‘gera það sem felst í skipun eða forriti';
forriler ‘runa skipana sem tölva getur unnið eftir’; og skipun er ‘beiðni um að aðgerð
sé framkvæmd eða tiltekið forrit innt'.
Er maður nú einhverju nær? Ég er ekki viss um að þetta segi ófróðum manni í
tölvukaupahugleiðingum mikið. Hér kemur ekki fram hvaða lykilhlutverki örgjörv-
inn gegnir í tölvunni, sem hlýtur að vera það mikilvægasta frá sjónarmiði almennings
— sérfræðingunum dugar að vita að örgjörvi er þýðing á ‘microprocessor’.
Annað orð sem almenpingur rekst oft á (t. d. í ekki fræðilegra riti en Símaskránni)
er mótald; hvað finna menn ef þeir fletta því upp í Tölvuorðasafninu?
Þar stendur: „Búnaður sem mótar og afmótar merki. Eitt af hlutverkum mótalds
er að gera kleift að senda stafrœn gögn um gagnarás sem ætluð er fyrir flaumrœn
gögn. [...]“
Þarna er vísað í sex önnur hugtök (móta, afmóta, merki, stafrœn gögn, gagnarás,
flaumrœn gögn). Undir þeim flestum er svo vísað í enn önnur; en það er sama hvern-
ig flett er áfram, aldrei kemur fram það sem snýr oftast að almenningi. Þá gefst betur
að fletta upp í orðasafni Tölvufræðslunnar (þá þarf reyndar að fletta upp á módem,
því að nýyrðið mótald er þar ekki að finna); þar segir: „Tæki sem tengir tölvu við
símalínu. Boð geta farið til eða frá tölvunni gegnum módem.“ Þetta er einmitt það
sem almenningur þarf að vita, held ég.
Setjum okkur svo í spor manns sem sest niður við PC-tölvu í fyrsta skipti. Senni-
lega hefur hann einhvern tíma komið nálægt ritvél, en á lyklaborðinu fyrir framan sig
sér hann ýmsa lykla sem hann þekkir ekki þaðan; t. d. Esc, Ctrl, Alt. Það er ekki
ótrúlegt að hann vilji fá að vita eitthvað um hvað þeir geri. Hann flettir þá upp á
nöfnum þeirra í ensk-íslenska hlutanum. Ef aðeins er leitað að orðinu Esc eins og
það kemur fyrir finnst það vissulega, og er þýtt sem ‘lausnarstafur’. Sá ófróði flettir
þá upp í aðalhluta bókarinnar og finnur þessa skýringu: „Kótaskiptastafur sem einn
sér eða sem fyrsti stafur í lausnarrunu sýnir að túlka á þá stafi sem á eftir koma sam-
kvæmt annarri kótunarreglu en stafina næst á undan.“
Það er ólíklegt að þetta segi byrjandanum mikið; en kannski flettir hann aftur upp
í enska hlutanum og finnur þar escape key, sem virðist fýsilegur kostur. Þar er vísað
á lausnarhnapp, sem er skýrt svo: „Hnappur sem sendir lausnarstaf sem er túlkaður
á mismunandi vegu eftir forritum eða kerfum. Lausnarstafur getur einnig verið upp-
haf lausnarrunu. Hver lausnarruna stendur fyrir tiltekna aðgerð.“
Ég veit ekki hve mikið gagn byrjandinn hefði af þessu. Hér í seinna dæminu kemur
að vísu fram mikilsvert atriði; að þessi lykill gegnir mismunandi hlutverkum eftir
kerfum. Gjarna hefði þó mátt nefna að í mjög mörgum tilvikum er hann notaður til
þess að „bakka“ út úr einhverri aðgerð, kalla fram aðalvalmynd eða þ. u. 1. (Hér má
nefna að í fyrri útgáfu Tölvuorðasafns var talað um hleypihnapp og hleypistaf; hvor-
ugt þeirra orða er að finna í nýj u útgáfunni, og engin skýring gefin á fráfalli þeirra.)