Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 195

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 195
Ritdómar 193 finnur skýringuna ‘gjörvi sem er á einni eða fáeinum samrásum’. Samrás er svo ‘raf- eindarás þar sem fjölda samtengdra smára, rökrása og annarra hálfleiðarabúta er komið fyrir á yfirborði örsmárrar kísilflögu'. Undir rökrás er svo vísað á rökaðgerð, en það orð hefur þrjár mismunandi skilgreiningar; en undir kísilflaga stendur aðeins ‘þunn kísilflís sem samrásir eru settar á’, þannig að þar er komið á enda. En hvað finnum við ef við flettum upp á gjörva einum saman? Það er ‘búnaður sem túlkar og innir skipanir'. Að inna er svo að ‘gera það sem felst í skipun eða forriti'; forriler ‘runa skipana sem tölva getur unnið eftir’; og skipun er ‘beiðni um að aðgerð sé framkvæmd eða tiltekið forrit innt'. Er maður nú einhverju nær? Ég er ekki viss um að þetta segi ófróðum manni í tölvukaupahugleiðingum mikið. Hér kemur ekki fram hvaða lykilhlutverki örgjörv- inn gegnir í tölvunni, sem hlýtur að vera það mikilvægasta frá sjónarmiði almennings — sérfræðingunum dugar að vita að örgjörvi er þýðing á ‘microprocessor’. Annað orð sem almenpingur rekst oft á (t. d. í ekki fræðilegra riti en Símaskránni) er mótald; hvað finna menn ef þeir fletta því upp í Tölvuorðasafninu? Þar stendur: „Búnaður sem mótar og afmótar merki. Eitt af hlutverkum mótalds er að gera kleift að senda stafrœn gögn um gagnarás sem ætluð er fyrir flaumrœn gögn. [...]“ Þarna er vísað í sex önnur hugtök (móta, afmóta, merki, stafrœn gögn, gagnarás, flaumrœn gögn). Undir þeim flestum er svo vísað í enn önnur; en það er sama hvern- ig flett er áfram, aldrei kemur fram það sem snýr oftast að almenningi. Þá gefst betur að fletta upp í orðasafni Tölvufræðslunnar (þá þarf reyndar að fletta upp á módem, því að nýyrðið mótald er þar ekki að finna); þar segir: „Tæki sem tengir tölvu við símalínu. Boð geta farið til eða frá tölvunni gegnum módem.“ Þetta er einmitt það sem almenningur þarf að vita, held ég. Setjum okkur svo í spor manns sem sest niður við PC-tölvu í fyrsta skipti. Senni- lega hefur hann einhvern tíma komið nálægt ritvél, en á lyklaborðinu fyrir framan sig sér hann ýmsa lykla sem hann þekkir ekki þaðan; t. d. Esc, Ctrl, Alt. Það er ekki ótrúlegt að hann vilji fá að vita eitthvað um hvað þeir geri. Hann flettir þá upp á nöfnum þeirra í ensk-íslenska hlutanum. Ef aðeins er leitað að orðinu Esc eins og það kemur fyrir finnst það vissulega, og er þýtt sem ‘lausnarstafur’. Sá ófróði flettir þá upp í aðalhluta bókarinnar og finnur þessa skýringu: „Kótaskiptastafur sem einn sér eða sem fyrsti stafur í lausnarrunu sýnir að túlka á þá stafi sem á eftir koma sam- kvæmt annarri kótunarreglu en stafina næst á undan.“ Það er ólíklegt að þetta segi byrjandanum mikið; en kannski flettir hann aftur upp í enska hlutanum og finnur þar escape key, sem virðist fýsilegur kostur. Þar er vísað á lausnarhnapp, sem er skýrt svo: „Hnappur sem sendir lausnarstaf sem er túlkaður á mismunandi vegu eftir forritum eða kerfum. Lausnarstafur getur einnig verið upp- haf lausnarrunu. Hver lausnarruna stendur fyrir tiltekna aðgerð.“ Ég veit ekki hve mikið gagn byrjandinn hefði af þessu. Hér í seinna dæminu kemur að vísu fram mikilsvert atriði; að þessi lykill gegnir mismunandi hlutverkum eftir kerfum. Gjarna hefði þó mátt nefna að í mjög mörgum tilvikum er hann notaður til þess að „bakka“ út úr einhverri aðgerð, kalla fram aðalvalmynd eða þ. u. 1. (Hér má nefna að í fyrri útgáfu Tölvuorðasafns var talað um hleypihnapp og hleypistaf; hvor- ugt þeirra orða er að finna í nýj u útgáfunni, og engin skýring gefin á fráfalli þeirra.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.