Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 200

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 200
198 Ritdómar erfitt sé að koma sér upp slíku kerfi, hvað þá fylgja því út í ystu æsar; en ég hefði samt talið æskilegt að eitthvað kæmi a. m. k. fram um þetta í formála. t>að rekst nefnilega hvað á annars horn í þessu. Hljóðlíkingaraðferðin getur t. d. komið bærilega út; en fyrst hún er tekin gild, mætti þá ekki beita henni oftar? ‘Para- meter’ gæti þá heitið parametri, ‘block’ heitið blokk o.s.frv. Mér sýnist sem sagt að þessi aðferð geri að engu rökin gegn ýmsum orðum sem tekin hafa verið lítið breytt úr ensku, en þó eru ekki viðurkennd (a. m. k. ekki sem aðalorð) í Tölvuordasafni. Ég hef líka stundum heyrt þau rök færð gegn orðinu lykill fyrir ‘key' að í fyrsta lagi merkti það annað (húslykill, skrúflykill), og í öðru lagi væri hér um að ræða hráa enska þýðingu. En sé miðað við Tölvuorðasafnið sjálft eru báðar röksemdirnar aug- ljóslega ógildar; mörg orð sem þar eru notuð geta merkt annað (hnappur t. d. bæði ‘tala á flík’ og ‘e-ð líkt hnapp í laginu' (t. d. þjóhnappur, blómhnappur)\ og mýgrút- ur orða í safninu eru beinar þýðingar úr ensku, eins og fram hefur komið. Einnig má taka dæmi um árekstur af orðunum kambur og kemba, sem bæði eru uppflettiorð í Tölvuorðasafni. Það þarf ekki mikla þekkingu á íslenskum hljóðlög- málum til að láta sér detta í hug að þau séu skyld; en þegar betur er að gáð merkir kambur ‘samsafn aðgangsarma sem hreyfast saman (í seguldiskastöð)’, en kemba merkir ‘finna, greina og fjarlægja skekkjur í forriti'. Merking orðanna er sem sé ger- samlega óskyld. Hvernig stendur á þessu? Ástæðan er sú að hér er beitt tveim mismunandi orðmyndunaraðferðum. Kambur er myndað með hljóðlíkingu, enska orðið er ‘comb’. Kemba er aftur á móti dæmi um að orði sem fyrir er í málinu sé gefin sérhæfð merking; þetta er þýðing á ‘debug’. En mismunandi aðferðir geta ltka leitt til þess að orð sem eiga saman séu þýdd sitt með hvoru móti. Þanniger ‘hyphen’ þýtt sem bandstrik, og ‘hard (required, embedd- ed) hyphen’ sem tengistrik’, ‘soft (discretionary, syllable, optional) hyphen' er á hinn bóginn þýtt með orði af allt öðrum toga; skiptivísir. Hér hefði verið eðlilegt, sam- ræmis vegna, að nota einhverja samsetningu af -strik. í ensku hefur tölvuorðaforðinn þróast jafnhliða tölvunum sjálfum. Þess vegna get- ur verið að orð merki nú eitthvað allt annað en þau gerðu í upphafi, ogséu ekki leng- ur „gagnsæ“ að merkingu. Ástæðulaust er að láta þessa þróunarsögu speglast í ís- lensku. Það er þó stundum gert; a. m. k. verður ekki betur skilið en íslenska orðið stafsetur yfir ca.se (upper/lower case) byggist á þeirri skýringu sem gefin er á þessari merkingu enska orðsins. Og þótt orðalagið cut andpaste sé notað í ensku yfir það að nema textabút á brott úr skjali og koma honum fyrir annars staðar (í sama skjali eða öðru) er ekki eðlilegt að þýða það með klippa og líma. Sömuleiðis finnst mér ástæðu- laust að þýða icon sem ‘vémynd’, þótt það tákni ‘helgimynd’ á ensku; táknmynd væri miklu skýrara. Mér finnst ekki fara vel á að þýða ‘bucket’ sem fata\ og banaskekkja fyrir ‘fatal error’ finnst mér hálfhlægilegt; íslenska orðið bani og samsetningar af því er miklu bundnara ‘dauða’ í bókstaflegri merkingu en enska orðið fatal. Þá finnst mér fráleitt að reyna að halda orðaleikjum eða rími úr ensku, eins og þegar scrolling og rolling er þýtt sem skrun og run. Hér er enskan farin að móta ís- lenskan orðaforða meira en góðu hófi gegnir. Þetta er reyndar annað dæmi um hvernig árekstur getur orðið milli mismunandi aðferða við orðmyndun; kvenkyns- orðið runa er þarna líka, sem þýðing á allt öðru, þ.e. ‘sequence’. Og eitt dæmi enn, sem sýnir hvernig enskan sníður skilgreiningum íslenskra orða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.