Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 200
198
Ritdómar
erfitt sé að koma sér upp slíku kerfi, hvað þá fylgja því út í ystu æsar; en ég hefði
samt talið æskilegt að eitthvað kæmi a. m. k. fram um þetta í formála.
t>að rekst nefnilega hvað á annars horn í þessu. Hljóðlíkingaraðferðin getur t. d.
komið bærilega út; en fyrst hún er tekin gild, mætti þá ekki beita henni oftar? ‘Para-
meter’ gæti þá heitið parametri, ‘block’ heitið blokk o.s.frv. Mér sýnist sem sagt að
þessi aðferð geri að engu rökin gegn ýmsum orðum sem tekin hafa verið lítið breytt
úr ensku, en þó eru ekki viðurkennd (a. m. k. ekki sem aðalorð) í Tölvuordasafni.
Ég hef líka stundum heyrt þau rök færð gegn orðinu lykill fyrir ‘key' að í fyrsta lagi
merkti það annað (húslykill, skrúflykill), og í öðru lagi væri hér um að ræða hráa
enska þýðingu. En sé miðað við Tölvuorðasafnið sjálft eru báðar röksemdirnar aug-
ljóslega ógildar; mörg orð sem þar eru notuð geta merkt annað (hnappur t. d. bæði
‘tala á flík’ og ‘e-ð líkt hnapp í laginu' (t. d. þjóhnappur, blómhnappur)\ og mýgrút-
ur orða í safninu eru beinar þýðingar úr ensku, eins og fram hefur komið.
Einnig má taka dæmi um árekstur af orðunum kambur og kemba, sem bæði eru
uppflettiorð í Tölvuorðasafni. Það þarf ekki mikla þekkingu á íslenskum hljóðlög-
málum til að láta sér detta í hug að þau séu skyld; en þegar betur er að gáð merkir
kambur ‘samsafn aðgangsarma sem hreyfast saman (í seguldiskastöð)’, en kemba
merkir ‘finna, greina og fjarlægja skekkjur í forriti'. Merking orðanna er sem sé ger-
samlega óskyld. Hvernig stendur á þessu?
Ástæðan er sú að hér er beitt tveim mismunandi orðmyndunaraðferðum. Kambur
er myndað með hljóðlíkingu, enska orðið er ‘comb’. Kemba er aftur á móti dæmi um
að orði sem fyrir er í málinu sé gefin sérhæfð merking; þetta er þýðing á ‘debug’.
En mismunandi aðferðir geta ltka leitt til þess að orð sem eiga saman séu þýdd sitt
með hvoru móti. Þanniger ‘hyphen’ þýtt sem bandstrik, og ‘hard (required, embedd-
ed) hyphen’ sem tengistrik’, ‘soft (discretionary, syllable, optional) hyphen' er á hinn
bóginn þýtt með orði af allt öðrum toga; skiptivísir. Hér hefði verið eðlilegt, sam-
ræmis vegna, að nota einhverja samsetningu af -strik.
í ensku hefur tölvuorðaforðinn þróast jafnhliða tölvunum sjálfum. Þess vegna get-
ur verið að orð merki nú eitthvað allt annað en þau gerðu í upphafi, ogséu ekki leng-
ur „gagnsæ“ að merkingu. Ástæðulaust er að láta þessa þróunarsögu speglast í ís-
lensku. Það er þó stundum gert; a. m. k. verður ekki betur skilið en íslenska orðið
stafsetur yfir ca.se (upper/lower case) byggist á þeirri skýringu sem gefin er á þessari
merkingu enska orðsins. Og þótt orðalagið cut andpaste sé notað í ensku yfir það að
nema textabút á brott úr skjali og koma honum fyrir annars staðar (í sama skjali eða
öðru) er ekki eðlilegt að þýða það með klippa og líma. Sömuleiðis finnst mér ástæðu-
laust að þýða icon sem ‘vémynd’, þótt það tákni ‘helgimynd’ á ensku; táknmynd væri
miklu skýrara. Mér finnst ekki fara vel á að þýða ‘bucket’ sem fata\ og banaskekkja
fyrir ‘fatal error’ finnst mér hálfhlægilegt; íslenska orðið bani og samsetningar af því
er miklu bundnara ‘dauða’ í bókstaflegri merkingu en enska orðið fatal.
Þá finnst mér fráleitt að reyna að halda orðaleikjum eða rími úr ensku, eins og
þegar scrolling og rolling er þýtt sem skrun og run. Hér er enskan farin að móta ís-
lenskan orðaforða meira en góðu hófi gegnir. Þetta er reyndar annað dæmi um
hvernig árekstur getur orðið milli mismunandi aðferða við orðmyndun; kvenkyns-
orðið runa er þarna líka, sem þýðing á allt öðru, þ.e. ‘sequence’.
Og eitt dæmi enn, sem sýnir hvernig enskan sníður skilgreiningum íslenskra orða