Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 72
70 Kjartan Ottósson
ið hvaða orð eru tengd í málvitundinni (Derwing & Baker 1976:63-
92, sbr. Lineil 1979:162-165).
1.2.2 Skilgreining á beygingu og orðmyndun
Megindráttunum í þeim sálfræðilega veruleika sem drepið var á
í 1.2.1 nær vel sú aðferð við beygingarlýsingu sem kennd hefur ver-
ið við „Word and Paradigm". Með því að byggja á „Word and Par-
adigm“-aðferðinni má fá einfalda og skýra skilgreiningu á beygingu
og orðmyndun (nánar tiltekið afleiðslu) sem hentar viðfangsefninu
hér, skilgreiningu sem á við í öllum tilfellum.'’.
Grundvallarmunurinn á „Word and Paradigm“-aðferðinni6 7 og
hinum venjulegri aðferðum sem byggja á myndönum (morfemum)
er sá, að „Word and Paradigm" gerir ráð fyrir eðlismun á samröðun
merkingarbærra einda innan orða (orðmynda), t. d. skrifa+ði,
annars vegar, og samröðun orða hins vegar, t. d. hann + skrifaði,
en myndana-aðferðir gera ráð fyrir að samröðun orða í setningu sé
beint framhald á samröðun merkingarbærra einda innan orðsins: í
báðum tilfellum sé um að ræða samröðun hljóðstrengja með
ákveðna merkingu eða inntak (Matthews 1974:136-150, 1972:56-
103). „Word and Paradigm" notar heil orð, nánar tiltekið beyg-
ingarmyndir orða, sem grunneiningu í sundurliðun segða. Þannig
6 Rýmisins vegna verð ég að sleppa hér almennri gagnrýni á hefðbundnar um-
fjallanir um mörk orðmyndunar og beygingar og rökstuðningi fyrir því að ég nota
ekki önnur greinimörk. Ég hef langmest grætt á Matthews (1974), en auk þess eink-
um tekið mið af Sapir (1921), Bloomfield (1933), Nida (1949), Hockett (1958), Rob-
ins (1964), Aronoff (1976), Bergenholtz & Mugdan (1979), Anderson (1982 — eink-
ar athyglisverð umfjöllun) og Wurzel (1984). Ég bendi einungis á að í umfjöllunun-
um er gjarna blandað saman margvíslegum hlutum. í fyrsta lagi er skilgreining sem
lýsi grundvallarmuninum, í öðru lagi greinimörk sem skeri úr í einstökum tilfellum,
en geta leitt af skilgreiningunni. Sum af þeim afleiddu (sekúnderu) greinimörkum
sem sett hafa verið upp í ofannefndum ritum virðast leiða af skilgreiningunni hér. í
þriðja lagi eru tilhneigingar sem lýsa því sem algengast er en breyta engu um flokkun
einstakra fyrirbæra, í fjórða lagi almenn lýsing sem á hreinlega ekki við í einstökum
tilfellum, eins og að beygingarmyndön hvers máls séu færri en afleiðslumyndön, eða
að hvert beygingarmyndan komi fyrir með fleiri lesum en afleiðslumyndan (hvernig
á að finna mörkin?) (Bergenholtz & Mugdan 1979:143, sbr. Nida 1949:99).
7 Word and Paradigm-aðferðinni er ítarlegast lýst hjá Matthews (1972), sjá stutta
lýsingu bls. 105-109 og „formaliseringu" á bls. 160-197. Að vissu marki skyldar hug-
myndir koma fram t. d. hjá Aronoff (1976), Bergenholtz & Mugdan (1979) og ekki
síst hjá Anderson (1982).