Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 159
Fœreyska sérhljóðakerfið 157
fyrri tilvikunum er um að ræða beygingarmyndir sem ættu að sýna
stutta afbrigðið, og því er áhrifsbreyting ekki útilokuð. Þessu er
aftur á móti ekki til að dreifa í síðari tilvikunum.22
3.1.1.2 Miðlægu hljóðin
Af þessum hljóðum er það helst /e/ sem sýnir einhverja tilhneig-
ingu til að opnast þegar það styttist í áhersluleysi, verða [?], en [e]
er sárasjaldgæft. Hinum virðist haldast betur á hljóðgildi sínu. Þess
má geta að langt /0/ er gjarna opnara en [0], þ. e.[0:]. Stutt eru
þessi hljóð [e] (þótt [f] og [f] bregði fyrir), [œ] og [0].
3.1.1.3 Önnur hljóð
Önnur sérhljóð, t. d. /i/ og /u/, taka ekki teljandi breytingum við
áður margnefnd skilyrði. Allra síst sést þess vottur að [ei] og [ou]
breytist í [e] og [œ] sem þó væri að vænta ef einhver „hljóðreglu-
legur“ samgangur væri þarna á milli. Hagström (1967:82) getur
þess að vísu að í samfelldu tali sé síðari hluti /-tvíhljóðanna oft ekki
nálægari en [e]. Því er ekki annar grænni en viðurkenna að /ei/ og
/ou/ hafa ekkert stutt afbrigði (þótt benda megi á tökuorð eins og
próstur [phrDusdur]). Það sama á við um /a/ en að öðru leyti hagar
það sér eins og einhljóð.
3.1.2 Önnur afbrigði
1. Eins og áður var bent á (2.1.2.2) er ekki ástæða til annars en
telja [e] á undan nglnk afbrigði af /e/. Úr því að [a] er orðið til í
þessu umhverfi í tökuorðum og við einhljóðun /ai/-s eiga fónemin
/i, e, a, o, u/ sína fulltrúa í þessu umhverfi en hvorki /u, 0, al né tví-
hljóðin. Einnig sýnist liggja næst að telja [a:] í tökuorðum afbrigði
af /a/.
A undan gv verða [1] og [e] talin afbrigði af /i/ og /e/. Það eru
raunar einu fónemin sem koma fyrir í þessu umhverfi.
Að framgómun verður ekki í kúgv, skógvur, ganga t. d., sýnir að
framgómhljóð og uppgómhljóð verða ekki talin afbrigði sömu fó-
nema. Slíka fullyrðingu yrði þó að styðja með greiningu samhljóða-
kerfisins (en vísa má til greiningar Hagströms 1967:68-70). Hér
22 T _
Hansson (1973:176) getur um [y:] í tökuorðum, t.d. [my:ta] myta, svo mögu-
'egt er að y í gymnastikk geti í framburði verið frammæltara en það hljóð sem
venjulega er hljóðritað [v]. Sjá ennfremur Hagström (1967:81-82).