Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Blaðsíða 73
71
Mörk orðmyndunar og beygingar
getur t. d. orðið tæki sem heild verið beygingarmyndin „3- persóna
eintölu í viðtengingarhætti þátíðar af sögninni að taka“, öldungis í
anda hefðbundinnar skólamálfræði. Ein aðalrökin fyrir þessu eru
að oft er ákveðinn beygingarþáttur (þ. e. gildi beygingarformdeild-
ar),K t. d. viðtengingarháttur, ekki táknaður með samfelldum
hljóðstreng, heldur t. d. með hljóðum víðs vegar í orðinu, með
hljóðavíxli, eða aðild að hljóði með öðrum beygingarþætti (sjá um
ýmsar gerðir slíkrar táknunar hjá Matthews 1974:147-150). Þannig
er t. d. viðtengingarháttur í tæki táknaður bæði í endingu beyging-
armyndarinnar (i) og stofni (æ), með hljóðavíxlinu ó — æ, og r-
leysið í lokin vísar á bæði viðtengingarhátt og 3. (eða 1.) persónu
eintölu. í samræmi við hugtakakerfi „Word and Paradigm“ verður
hér ekki talað um beygingarmyndön nema sérstök ástæða sé til,
heldur um beygingarvísa (,,exponents“). Beygingarvísir er þá allt
það í hljóðmynd beygingarmynda sem vísar á ákveðinn beygingar-
þátt (Matthews 1974:144-150,1972:184-86). Ljóster aðbeygingar-
vísir er sértækara hugtak en beygingarmyndan.
Munurinn á beygingu og afleiðslu liggur í rauninni í því sem kalla
má sjálfvirkni beygingarinnar, sem veldur því að ekki þarf að leggja
beygingarmyndir á minnið sem slíkar. Pennan mun má setja í
stærra samhengi með „Word and Paradigm“-aðferðinni. Skilgrein-
inguna á mismun orðmyndunar1' og beygingar mætti þá orða eitt:
hvað á þessa leið:
Orðmyndun lýsir tengslum milli lesa (lexema) með skylda
merkingu og hljóðmynd, beyging myndar paradigma eins less.
(Sbr. Matthews 1974:37-38, Lyons 1977:521-522, Anderson
1982:587). Pannig lýsir t. d. orðmyndun tengslum milli sagnarinnar
að skrifa og nafnorðsins skrift, sem hvort um sig eru les (eða upp-
flettiorð). Beyging myndar hins vegar paradigma, þ. e. einstakar
beygingarmyndir, t. d. sagnarinnar að skrifa: (hann) skrifar, skrif-
8 Ég nota beygingarþátt eins og Matthews (1972, 1974) og Lyons (1977) nota
„morphosyntactic property". Til glöggvunar skal einnig bent á að það sem ég kalla
beygingarmynd kallar Lyons (1968) „grammatical word“, Matthews (1974) „word“
(eða „word 3“) og Lyons (1977) „morphosyntactic word“. Þar sem Lyons (1968) tal-
ar um „phonological word“ og Matthews (1974) um „word-form“ (word 1) tala ég í
staðinn um hljóðmynd beygingarmynda.
9 Hér er eingöngu, í samræmi við efni greinarinnar, fjallað um mismun afleiðslu
og beygingar, samsetning þarfnast nánari skilgreiningar.