Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 15
„Alls vér erum einnar tungu“
13
verkum þriggja miðaldahöfunda, ísidórs frá Sevilla, Rogers Bacon og
Dantes, og í kjölfarið athugað hvaða hugmyndir um skyldleika tungu-
mála koma fram í nokkrum íslenskum heimildum. Þá verða rökin um
tengsl íslensku og ensku í FMR skoðuð nánar og að lokum dregin
ályktun um hvaða tunga það er sem Englendingar og íslendingar eiga
sameiginlega samkvæmt þeirri túlkun á FMR sem hér verður varin.
2. Hugmyndir ísidórs, Bacons og Dantes um skyldleika tungu-
mála
2.1 Hugmyndir ísidórs
í hinu mikla alfræðiriti sínu, Etymologiarum libri XX, tók ísidór frá
Sevilla (560-636) upp margvíslegan fróðleik um ýmis efni, þar á með-
al um tungumál. Rit Isidórs barst víða á miðöldum, m.a. til Islands, og
hugmyndir hans voru því mörgum kunnar. í fyrsta kafla IX. bókar ger-
ir hann grein fyrir skiptingu tungumála (Isidorus 1859:325):
Linguarum diversitas exorta est in ædificatione turris post diluvium;
nam prius quam superbia turris illius in diversos signorum sonos
humanam divideret societatem, una omnium nationum lingua fuit, quæ
Hæbræa vocatur.. r
Nokkru síðar ræðir hann samband tungna og þjóða, þegar hann gerir
grein fyrir ástæðum þess að hann fjallar fyrst um tungur en síðar um
þjóðir, og segir svo (Isidorus 1859:328):
Ideo autem prius de linguis, ac deinde de gentibus posuimus, quia ex
linguis gentes, non ex gentibus linguæ exortæ sunt.2 3
Af þessum tilvitnunum má sjá að hugmynd ísidórs um skiptingu og
skyldleika tungumálanna er hin hefðbundna hugmynd, sem sótt er til
Biblíunnar, að ólík tungumál hafi orðið til við smíði Babelsturnsins.
Þessa skoðun má kalla viðtekna á miðöldum, enda kemur hún fyrir hjá
öðrum höfundum, m.a. Ágústínusi kirkjuföður (sbr. Augustinus
2 Tungna deild hófst í byggingu turns eftir flóð; en áður drambsemi tums skipti
þjóðum í ólíkar tungur var ein allra þjóða tunga, sú er Hebrea heitir.
3 En því settum vér fyrst tungur en síðan þjóðir að þjóðir hófust af tungum en eigi
tungur af þjóðum.