Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 112
110
Þorsteinn G. lndriðason
settra orða. Fyrst er fjallað um tengsl stofnsamsetninga og eignarfalls-
samsetninga (2.2) og síðan tengsl tengihljóðssamsetninga og eignar-
fallssamsetninga (2.3), með sérstakri áherslu á skoðun á sérkennum
eignarfallssamsetninga í samanburði við aðrar samsetningar. í lokin
eru svo helstu niðurstöður dregnar saman (2.4).
2.2 Stofnsamsetningar og eignarfallssamsetningar
í forlið eignarfallssamsetninga geta flestar eignarfallsendingar komið
fyrir. Þetta eru þá endingamar -ar, -a, -s, -na, -u og -ur, sbr. eftirfar-
andi dæmi:5
(3)a. -ar-:
b. -a-:
c. -s-:
d. -na-:
e. -u-:
f. -ur-:
vél-ar-hljóð, eign-ar-hluti, mánað-ar-frestur
efn-a-hagur, bók-a-hilla, hús-a-kaup
land-s-lög, fíl-s-rani, skrifborð-s-fótur
sag-na-maður, nýr-na-aðgerð, lung-na-þemba
kirkj-u-skip, kon-u-brjóst, tölv-u-útskrift
sæng-ur-kona, mjólk-ur-kælir, næt-ur-gisting
í stofnsamsetningum tengjast eins og áður sagði stofnarnir án þess að
endingar eða tengihljóð fari þar á milli. Stofnamir í forliðnum eru
mjög oft ósamsettir, sbr. (4):
(4)a. hug-búnaður
b. hús-bátur
c. blað-laukur
Forliðimir geta líka sjálfir verið samsettir og dæmi um það eru sýnd í
(5):
5 Af forliðum orða eins og kon-u-brjóst er í sjálfu sér ekki hægt að sjá að um eign-
arfallssamsetningu sé að ræða. Veik kvenkynsorð eru eins í aukaföllum eintölu og því
gæti kon-u- eins verið þolfall eða þágufall að forminu til. Sé litið á orð þar sem þol-
fall og þágufall eni skýrt greind frá eignarfalli, kemur hins vegar í ljós að þolfall og
þágufall koma aldrei fyrir á forliðum samsetninga. Því er kon-u-brjóst greint hér sem
eignarfallssamsetning. Sami vandi kemur upp með endinguna -a, en hún kemur m. a.
fyrir í aukaföllum eintölu af veikum karlkyns- og hvorugkynsnafnorðum. Auk þessa
líta þessar endingar út eins og tengihljóðin -a og -u. Yfirleitt fer ekki á milli mála
hvort um endingar eða tengihljóð er að ræða en það mál verður þó rætt nánar síðar í
þessari grein.