Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 231
Orð aforði
229
2.2.1 Veðurorð
Mörg dæmi eru um veðurorð með kerlingu í fyrri lið. Um hláku eru
t.d. notuð orðin kerlingarbloti og kerlingarhláka og er hið síðara
skammvinn hláka sem spillir högum, stundum einnig nefnd hláku-
bróðir.
Um þoku eru til nokkur orð, t.d. kerlingarlœða, kerlingarpallar
um þoku í miðjum hlíðum, kerlingarreykur, kerlingarslœða, kerling-
arvella, kerlingarþoka.
Kerlingarskúr og kerlingarveður eru notuð um gróðrarskúr að
vori, kerlingarbylur um mikinn og hvassan byl.
2.2.2 Bein í fiski
Allmörg kerlingarorð eru notuð um hluta af fiski. Kerlingarbak (ang-
iljubak) er t.d. bitinn sem liggur í brjóskinu undir eyruggunum, kerl-
ingarfiskur er vöðvi í þorskhausnum, kerlingarhland og kerlingar-
smjör er vökvinn í fískdálkinum, kerlingarlampi er kjálkabeinið í
þorski, kerlingaról er seig taug sem liggur fram eftir kjálka á fiski,
kerlingarprjónn er þverbein í tálknvængjum, kerlingarbein, -spaði,
'Spónn er ákveðið bein í þorsk- og lúðuhausum, kerlingarstafur er við
Breiðafjörð kallaður aftasti hluti á fiskikinn, kerlingarsvunta er er lít-
ill vöðvi með þunnri himnu áfastur ofan á kinnfiskinum, og kerlingar-
tagl er sama og kverksigi.
2.2.3 Matur og kaffi
Um eitthvað matarkyns fannst aðeins orðið kerlingarkleina um mjög
stóra kleinu. Um aukakaffisopa milli mála eru aftur á móti notuð orð-
in kerlingarkaffi, kerlingarsopi og kerlingartár, en kerlingarskólp er
nijög þunnt kaffi.
2.2.4 Skoðun, ummæli kvenna
Til eru ýmis neikvæð orð um skoðanir kvenna. Þeirra á meðal eru
kerlingaraup, sem í orðabók Blöndals (Sigfús Blöndal 1920-24) er
talið merkja ‘sjálfshól gamals manns’ (d. Gammelmandspraleri), og
einnig kerlingarbábilja, kerlingarbull, kerlingargrilla, kerlingarhjal,
kerlingarnöldur, kerlingarórar, kerlingarvœll, kerlingarþvaður, kerl-