Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 96
94
Jörgen Pind
ahp/ en hin úr áreitunum /ak-ahk/. Afröddunartíminn var á bilinu 8-72
ms. Hver þessara fjögurra áreitaraða var síðan útbúin í þrem mismun-
andi gerðum með því að hafa heildarlengd aðröddunartíma og eftirfar-
andi sérhljóðs misjafna, ýmist 132, 180 eða 232 ms. Hér er því um
heildarlengd CV-áreitanna að ræða. Við þetta bætist svo lokun og lok-
hljóðshvellur í VC-áreitunum. Heildarlengd VC-áreitanna (upp að
lokhljóðshvellinum í lok áreitanna) var 176, 240 og 308 ms. í þessum
grunnáreitum var V/(V+C) hlutfallið því ætíð fast, eða 0,75.
Tólf manns tóku þátt í hlustunartilraunum þar sem þeir áttu að
flokka atkvæðin eftir fráblæstri annars vegar en aðblæstri hins vegar.
Niðurstöður fyrir /ba-pa/ og /ap-ahp/ atkvæðin sjást á mynd 8 (niður-
stöður voru keimlíkar fyrir hin atkvæðin). Ef fyrst eru skoðaðar nið-
urstöður í þeim áreitum sem höfðu breytilegan aðröddunartíma (efri
hluti myndar) þá er greinilegt að sérhljóðslengd hefur nokkur áhrif á
skynmörk fráblásturs — og þau eru reyndar ívið meiri en þau sem
fram komu í annarri rannsókn sem sagt hefur verið frá áður, sjá mynd
6. Eftir því sem sérhljóðið lengist þeim mun lengri aðröddunartíma
þarf til að hlustandi heyri fráblásið lokhljóð. í /ba-pa/ áreitunum fær-
ast skynmörkin frá 29,7 ms að 35,5 ms aðröddunartíma við að sér-
hljóð er lengt úr 132 ms í 232 ms. Færslan er nokkru minni í /ga-ka/-
áreitunum eða frá 38,8 að 41,8 ms. í báðum tilvikum er um marktæka
tilfærslu á skynmörkum að ræða og líklega ekki úr vegi að líta á hana
sem einhvers konar aðlögun að breytilegum talhraða.
Á neðri hluta myndar 8 sjást hins vegar niðurstöður í hlustunartil-
rauninni þegar könnuð var skynjun aðblásturs. Kemur þar greinilega
fram að lengd sérhljóðs hefur veruleg áhrif á skynmörk aðblásturs,
langtum meiri en þegar um skynjun fráblásturs er að ræða. í áreitaröð-
inni /ap-ahp/ færast skynmörkin frá 30,7 ms að 52,6 ms afröddunar-
tíma. Sambærilegar tölur fyrir /ak-ahk/ áreitaraðir eru 26,4 ms og 50,3
ms. Munurinn er hér tölfræðilega marktækur eins og að líkum lætur.
Þótt fram komi marktæk færsla skynmarka í báðum þessum til-
raunum er greinilegt að verulegur munur er á færslu skynmarkanna.
Skynmörk fráblásturs færast að meðaltali til um 7,7 ms þegar eftirfar-
andi sérhljóð lengist úr 132 í 232 ms. Sambærileg tilfærsla á skyn-
mörkum aðblásturs, þegar undanfarandi sérhljóð er lengt um 100 ms,
er nærri því þreföld, 22,9 ms samtals. Af þessu má sjá að það er nokk-