Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 266
264
Ritdómar
legum málfræðingum. En það er svo mikið af aðgengilegu og skýru efni í bókinni að
þetta ætti ekki að koma að sök.
Kaflamir höfða auðvitað ekki allir jafnmikið til málfræðinga. Kaflinn um talmál
(3. kafli) hefur líklega nánust tengsl við það sem málfræðingar em vanir að skoða í
sambandi við hljóðfræði. Þetta er langítarlegasta og vandaðasta umfjöllun á íslensku
þar sem hljóðeðlisfræði er tengd við íslensk málhljóð og hún ætti að vera ágætlega
skiljanleg fyrir hvem sem er, ekki síst eftir þá undirstöðu sem undanfarandi kafli
(kaflinn um sjón og heyrn) leggur. Það er helst að málfræðingur sakni ennþá nánari
tengingar við talfærin, umræðu um gerð þeirra og starfsemi og þess hvemig má nota
þau til að mynda þær hljóðbylgjur og þann hávaða sem málhljóðin era samsett úr. En
það er auðvitað vegna þess að hér er megináherslan á sálfræðilegu hliðina, skynjun-
ina, og þar skiptir hljóðeðlisfræðin væntanlega meira máli en líffærafræðin og smáat-
riði er varða starfsemi talfæranna (sjá þó umræðu um talviðmiðunarkenninguna í 4.
kafla, bls. 93 o.áfr.). Hér er gaman að því hvað höfundur tengir almennu umræðuna
vel við íslenskar rannsóknir, bæði eigin rannsóknir og annarra.
í 4. kafla er líka fjallað um atriði sem nauðsynlegt er fyrir málfræðinga að þekkja,
ekki síst atriði sem varða flokkamiðaða skynjun (e. categorícal perception) og mun-
inn á skynjun málhljóða og annarra hljóða. Þama er líka vikið að nýtingu gervigreind-
ar í rannsóknum og svonefndri nethyggju sem nýtur talsverðrar hylli meðal tilrauna-
sálfræðinga um þessar mundir. í þessum kafla gefast þó einnig tækifæri til að gera
efnið nákomnara lesendum með því að vísa í íslenskar rannsóknaniðurstöður, ekki síst
rannsóknir höfundar sjálfs. Eins og áður segir verður minna um það í 5. kafla, en hann
fjallar um talskynjun barna. En það er fróðlegur kafli og það má m.a. líta á hann sem
þarfa áminningu til (verðandi) rannsóknarmanna um það að sjaldnast er allt sem sýn-
ist í rannsóknaniðurstöðum og kenningar sem eitt sinn töldust studdar traustum rann-
sóknaniðurstöðum, t.d. kenningar um sérkenni talskynjunar hjá ungabömum, geta
þurft endurskoðunar við.
Síðustu þrír kaflamir ættu ekki síst að vekja áhuga móðurmálskennara því að í
þeim er fjallað um lestur, skrift, torlæsi af ýmsu tagi og stafsetningarkennslu. Eins og
önnur umfjöllun í bókinni markast þessi af fræðilegri þekkingu og góðri yfirsýn.
Þarna má bæði ftnna aðgengilegan fróðleik um ýmiss konar rittáknakerfi, upprana
þeirra og eðli, og einnig harðsoðnari frásagnir af sálfræðikenningum og rannsóknum
á eðli lestrar og skriftarkunnáttu. Þetta er lang(mál)fræðilegasta umfjöllun um þessi
efni á íslensku sem ég kannast við og margir málfræðingar munu sjálfsagt gleðjast við
að sjá að unnt er að notfæra sér hugtök og rannsóknaniðurstöður úr málvísindum, ekki
bara sálfræðilegum, til að fjalla um lestrarerfiðleika og finna leiðir til að bæta úr þeim.
Hér vísar höfundur sem fyrr til innlendra rannsóknaniðurstaðna auk almennari fræði-
kenninga.
Niðurstaða
Eins og áður segir er framsetning yfirleitt skýr, myndefni gott og frágangur er líka
vandaður. Ritaskrár eru mjög ítarlegar og gagnlegar og það er gott að hafa tilvísanir í
helstu rit um efni hvers kafla í lok þeirra, auk heildarskrárinnar í lokin. Til að finna að