Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 28
26
Gunnar Harðarson
feðga ngfn þeira, at þau ngfn hafa fylgt þessi tungu ok þeir Æsir hafa
haft tunguna norðr hingat í heim, í Nóreg ok í Svíþjóð, í Danmgrk ok í
Saxland; ok í Englandi eru fom lands heiti eða staða heiti þau er skilja
má at af annarri tungu em gefin en þessi.
Sú hugmynd sem hér má greina kynni að vera hliðstæð hugmyndum
Bacons og Dantes. Tunga Asíamanna er þjóðtunga í Saxlandi, á Norð-
urlöndum og á Englandi. I textanum er aðeins sagt að tungan sé eigin
tunga í þessum löndum, ekki að hún greinist í mállýskur, en ætla verð-
ur að hún greinist í nokkrar undirtungur, t. d. saxnesku, danska tungu
og ensku, sem eru þó allar sama tungan,10 þ.e. eru ein og sama tunga
að eðli en ólíkar að hætti. í sjálfu sér em báðar túlkanimar opnar: þró-
unartúlkun (gengst eða greinist) eða heildartúlkun (tunga Asíamanna
sé heild hluta sinna, hinna mismunandi germönsku tungna). Þá er ein-
nig athyglisverður munur á því hvemig það er rökstutt að tungan sé sú
sama. Annars vegar er vitnað í langfeðgatöl, þ. e. ritaðar heimildir, en
hins vegar í fom lands- og staðaheiti á Englandi af annarri tungu. Ensk
nöfn koma fyrir í formála Snorra-Eddu, í þeim köflum sem vitnað var
í hér að framan og mætti kalla langfeðgatöl (sbr. Faulkes 1977). En
fyrir því að staðanöfn á Englandi séu af annarri tungu en þessari em
ekki greindar neinar ritaðar heimildir. Síðamefnda dæmið gæti því
bent til heimildamanna sem verið hafi á Englandi.
Ef ummæli FMR um skyldleika ensku og íslensku em skoðuð í
ljósi þessara röksemda er sýnt að íslendingar og Englendingar em
einnar tungu vegna þess að báðar þjóðir tala tungu þá er Æsir höfðu
með sér hingað norður í heim. Tungumar hafa að vísu breyst síðan þá,
önnur mikið eða báðar töluvert, en þetta er þó sama tungan þótt ólík-
ar séu að hætti. Skyldleikinn blasir raunar við í nöfnum goðanna í
laugfeðgatölunum í formála Snorra-Eddu, sem er að vísu nokkm yngri
en FMR.
Sé þetta rétt sprettur upp nýr fræðilegur vandi. Ef fyrsti málfræð-
ingurinn á við það, þegar hann segir að Islendingar og Englendingar
séu einnar tungu, að íslenska og enska séu greinar á meiði tungu
10 í FMR er íslenska ekki nefnd á nafn, aðeins talað um várt mál, vára tungu og
danska tungu (sbr. Hrein Benediktsson 1972:200).