Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 269
Ritfregnir 267
Eins og sjá má af þessum lista er efnið býsna fjölbreytt: Hér eru ritgerðir samtímalegs
og sögulegs efnis og fjalla um setningafræði, hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beyginga-
fræði, bamamál og handritafræði eins og sjá má. í öllum bókunum eru fróðlegar
ritaskrár þar sem vísað er til margvíslegra fræðirita, bæði innlendra og erlendra. Ytra
útlit er samræmt en útgáfan er ódýr og einföld ljósprentun eftir tölvuprenti. Maklegt
er að þakka fyrir framtakið því fram til þessa hafa námsritgerðir af þessu tagi yfirleitt
ekki verið aðgengilegar öðrum en þeim sem eiga kost á því að glugga í þær á Háskóla-
bókasafni. Það er skaði því í slíkum ritgerðum er jafnan margvíslegan fróðleik að
finna sem ekki liggur á lausu annars staðar.
Tvær bækur um málfar
Gísli Jónsson. 1996. íslenskt mál. Bókaútgáfan Hólar, [Akureyri?]. 303 bls.
Ari Páll Kristinsson. 1998. Handbók um málfar í talmiðlum. Málvísindastofnun
Háskóla Islands, Reykjavík. 169 bls.
Bók Gísla, Islenskt mál, er úrval úr samnefndum Morgunblaðsþáttum hans á árunum
1979-95. Síðasti þátturinn er númer 800. Mér telst svo til að birtir séu 108 þættir í
bókinni, en hún er alls 303 blaðsíður, að meðtalinni atriðisorðaskrá, nafnaskrá, rita-
skrá Gísla, þrem formálum og heillaóskaskrá (tabula gratulatoria). Bókin var nefni-
lega gefín út í tilefni af sjötugsafmæli Gísla. í sjálfu sér er óþarft að kynna efni bók-
arinnar því þættir Gísla eru alþekktir og hafa notið mikilla vinsælda. Af heillaóska-
skrá má líka sjá að margir hafa væntanlega eignast bókina nú þegar. Öðrum skal bent
á að það er þægilegt að hafa aðgang að úrvali úr þessum þáttum í bókarformi og at-
riðisorðaskráin og nafnaskráin auðvelda leit ef ætlunin er að fmna umfjöllun Gísla um
tiltekið efni. Annars hentar bókin ekki síður sem höfðalagsbók eða bók til að hafa með
sér á ferðalögum. Auk fróðleiks um málfarsefni má nefnilega finna þarna fjölmargar
vísur og annað skemmtiefni eins og menn munu kannast við úr þáttunum. Sumt af því
er svo Gíslalegt að kunnugir geta jafnvel heyrt röddina á bakvið textann. Og það spill-
ir ekki fyrir!
Bók Ara Páls, Handbók um málfar i talmiðlum, er í tveim aðalhlutum. Fyrri hlutinn
er rúmar 70 blaðsíður og þar er fjallað almennt um málnotkun í talmiðlum. Helstu
kaflar í þeim hluta eru þessir: Málið er mikilvægasta tæki fjölmiðlafólks, Málsamfé-
lag og fjölmiðlar, Talmiðlar og ritmiðlar, Talmiðlar kalla á önnur málsnið en ritmiðl-
ar, Að vera áheyrilegur, Vandað og óvandað málfar, Til minnis fyrir upplestur, Upp-
hitunaræfmgar, Framburður, Mál í talmiðlum, Talmál - ritmál, Talmál - ritmál - mál
í talmiðlum, Með eða án handrits, Fréttaskrif, Hjálpargögn íslenskra málnotenda,
Heimildir. Af þessari upptalningu má sjá að efnið er býsna fjölbreytt. Sérstaka ánægju
vekur að Ari Páll leggur áherslu á að skilgreina þau hugtök sem hann notar. Hann
forðast til dæmis að skipta málnotkun á einfaldaðan hátt í rétt mál og rangt og dæma
allt rangt sem ekki hæfir á tilteknum vettvangi. Þess í stað vekur hann athygli á því að