Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 261
Ritdómar 259
„í vor“ og „3- júní síðastliðinn“. Lesendur eiga erfitt með að átta sig á þessum tíma,
ekki síst þar sem ekki kemur fram hvenær greinin birtist í Morgunblaðinu.
Sama gildir um myndir og texta, einkum myndir af frægu fólki. Gott dæmi er um það
á bls. 168 í Mályrkju II þar sem birt er mynd af nokkrum leikurum í ákveðnu gervi og
verkefnið er þetta: Er eitthvað fyndið við útlitið á Ragnari Reykás og félögum? Reynið
að koma orðum að því hvað það er. Engin tilvísun er í sjónvarpsþáttinn þar sem þessar
persónur koma við sögu og hætt er við að nemendur í grunnskóla þekki ekki Ragnar
Reykás þegar nokkuð er frá liðið er hann var vikulegur gestur á skjánum. Verkefnið er
því mjög bundið tíma, gott á meðan unnt er að benda á sjónvarpsþáttinn á dagskrá en
verður vont þegar hann er ekki á dagskrá. Sama markmiði er hægt að ná með því að hafa
ljósmynd af manni eða mönnum og láta bömin semja mannlýsingu, eina eða fleiri.
Fram hefur komið að samkvæmt aðalnámskrá grannskóla skal íslenska skipulögð
sem heildstæð námsgrein, þ.e. hver þáttur þessarar margbrotnu greinai' þarf að styðja
aðra þætti. En tungan gegnir einnig mikilvægu hlutverki í menningu og sögu þjóðar,
hún er félagslegt fyrirbæri í samtíma og henni er beitt jöfnum höndum í hagnýtu og
listrænu skyni (Aðalnámskrá grunnskóla - íslenska 1999:7). Kennari þarf að hafa
þetta hugfast þegar hann er að kenna íslensku og víst er að margbreytileiki tungunn-
ar eins og honum er lýst í aðalnámskrá er öllum hugsandi mönnum ofailega í huga,
hvort sem þeir stunda kennslu eða gera eitthvað annað. Því er ekki að neita að erfitt
getur verið að samþætta svo rækilega að ekkert verði út undan í dagsins önn. Þá er
ekki ónýtt að hafa kennslubók við að styðjast, þótt hún megi aldrei taka ráðin af kenn-
aranum. Sennilega verður sú kcnnslubók seint rituð sem komið getur í stað öflugrar
kennslu, enda er slík bók ekki æskileg í hefðbundinni bekkjarkennslu. En fullyrða má
að Mályrkjubækumar þrjár komast nokkuð nærri því að fullnægja flestum skilyrðum
til þess að geta kallast kennslubækur handa grunnskóla þar sem miðað er við hug-
myndafræði þá sem hér hefur verið reifuð. Notkun bókanna gerir nokkrar kröfur til
kennara, en ekkert endilega meiri kröfur en ýmsar aðrar sem hingað til hafa verið not-
aðar á unglingastigi. Sennilegt er að kennarai' setji helst fyrir sig að málfræði er ekki
með hefðbundnu sniði í Mályrkju /-///, þ. e. henni er komið fyrir inni á milli texta (eða
textum inni á milli málfræðikafla, eftir því hvernig á það er litið). Kröfu ráðuneytis
um heildstæða móðurmálskennslu verður tæpast svarað á annan veg en í áttina að því
sem gert er í þessum bókum. Raunar segir í aðalnámskrá að það sé fýrst tímabært í
efstu bekkjum grunnskóla „að gefa yfirlit yfir málkerfið og sérkenni íslensks nútíma-
máls“ (Aðalnámskrá grunnskóla - Islenska 1999:15). f Mályrkju /-/// er þessu
ákvæði fullnægt. En til þess nú að hártoga örlítið má vissulega segja sem svo að til
þess að hinn heildstæði böggull verði fullkominn þurfi að gera ráð fyrir hlustun og
áhorfi, töluðu máli og framsögn — og sennilega einhverju til viðbótar. En málfræði
er á sínum stað í þessum bókum og bókmenntaefni sem styður við bakið á málfræði.
Frágangur kennslubóka er alltaf verður athygli. Þær eru samdar handa afar sund-
urleitum hópi sem er þvingaður til að lesa. Því hlýtur umbrot og efnisskipan að skipta
verulegu máli. A síðari tímum hefur öll myndvinnsla orðið miklum mun auðveldari
en áður var og margir litir hafa stundum beinlínis eyðilagt síður f bókum. í Mályrkju
/-/// er yfirleitt vel farið með texta og honum raðað á síður þannig að umbrot ætti ekki