Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 273
Ritfregnir
271
Michael P. Bames. 1999. A New Introduction to Old Norse. Part I. Grammar.
Viking Society for Northern Research, University College London, London.
Það er erfitt að hugsa sér ólíkari málfræðibækur en þær sem hér eru taldar. Sú fyrsta,
færeyska bókin Mállœra, er hugsuð sem handbók fyrir grunnskólakennara og nem-
endur í efstu bekkjum grannskóla (sjá bls. 15 í formála), en Færeyingar hafa reyndar
ekki verið nálægt því eins iðnir við að skrifa málfræðibækur og við að semja orða-
bækur. Bókin er stutt yfirlit yfir málsögu, hljóðfræði og hljóðkerfísfræði (talsverður
hluti af þeim kafla er sögulegs eðlis), beygingafræði og orðflokka, setningafræði, orð-
myndunarfræði, greinarmerkjasetningu og stafsetningarreglur. Aftast er svo listi yfir
færeysk mannanöfn og orðaskrá (orð sem fjallað er um í málfræðinni). I mannanafna-
skránni er beyging nafnanna jafnan sýnd. Bókin er alls 282 blaðsíður í vænu broti en
það er mikið „loft“ í síðunum og talsverð áhersla lögð á það að gera bókina aðgengi-
lega sem handbók. Sem slík nýtist hún auðvitað ekki bara þeim markhópum sem
nefndir eru í formála heldur einnig öðrum sem vilja glöggva sig á færeyskri málfræði.
Bók Faarlunds og félaga, Norsk referansegrammatik, er líka hugsuð sem handbók en
mun fræðilegri og ítarlegri en sú færeyska. Hún er eingöngu samtímaleg lýsing á
norsku og fjallar ekki um málsöguleg atriði. Bókin er alls xxxi + 1223 blaðsíður í all-
stóru broti. í formála kemur fram að unnið var að hliðstæðum bókum um sænska og
danska málfræði á sama tíma og höfundar höfðu talsvert samráð. Sænska bókin er nú
nýkomin út (vonandi gefst tækifæri til að segja frá henni í næsta hefti íslensks máls)
og sú danska er á leiðinni. — Helstu kaflar bókarinnar fjalla um grunnhugtök, orð-
myndun, nafnliði, fomöfn, lýsingarorðsliði, forsetningarliði, sagnliði, setningarliði og
setningagerð, orðaröð, aðalsetningar, aukasetningar, hliðskipun, og loks bindingu for-
nafna. Af þessu má sjá að ekkert er fjallað um hljóðfræði eða hljóðkerfísfræði í bók-
inni og beygingarfræði er auðvitað ekki eins fyrirferðarmikil og hún hlyti að verða í
íslenskri handbók af þessu tagi eða færeyskri. Aftast í bókinni era svo heimildaskrá
(þ. e. skrá yfir rit sem dæmi vora sótt í) og ritaskrá. Svo sem vænta má era norsk rit
fyrirferðarmest í ritaskránni, en einnig er vísað í fáein rit um málfræði annarra nor-
rænna mála, einkum sænsku og dönsku. Höfundar ffeista þess að gera bókmáli og
nýnorsku jafnhátt undir höfði og gera jafnan grein fyrir því þegar munur er á þessum
megingreinum norskunnar. Fyrri hluti bókarinnar er reyndar skrifaður á bókmáli og
sá síðari á nýnorsku svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfí í bókinni! Bókin er
auðvitað hreinasta fróðleiksnáma um norsku og t. d. kærkomin þeim sem vilja skoða
norsku með samanburði við önnur norræn mál.
Bók Platzacks, Svenskans inre grammatik - det minimalistiska programmet, er allt
annars eðlis en þær tvær sem nú hafa verið nefndar, eins og ráða má af heiti hennar.
Markmið hennar er að ‘lýsa í aðaldráttum innri málfræði sænskunnar, þ.e. hinni
ómeðvituðu þekkingu sem málnotendur hafa um það hvemig hljóð, orð og setn-
ingarliðir skipa sér saman í setningar’ (sjá bls. 1), en þessi þekking er sameiginleg öll-
um þeim sem hafa sænsku að móðurmáli. í upphafi fyrsta kafla (og í heiti bókarinn-