Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 275
Ritfregnir 273
en eldri bækur hafa gert. Þetta verður væntanlega ennþá ljósara þegar síðara bindið
(Part II) kemur, en í því eiga að vera textar. En þessi bók er auðvitað ekki ætluð þeim
sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt slíkir lesendur geti reyndar haft gagn og gam-
an af ýmsum dæmum sem tekin eru til skýringar tiltekinna málfræðiatriða.
Tvaer bækur um norrænar málleifar á Orkneyjum og Hjaltlandi
Michael P. Bames. 1994. The Runic Inscriptions of Maeshowe, Orkney.
Institutionen för nordiska sprák, Uppsala universitet, Uppsölum.
Michael P. Bames. 1998. The Norn Language of Orkney and Shetland. The
Shetland Times, Lerwick.
Sú var tíðin að Michael Bames fékkst mest við færeysku í rannsóknum sínum. Á síð-
ari ámm hefur hann hins vegar fikrað sig nær heimaslóðum sínum á Bretlandi og rýnt
í norrænar málleifar á Orkneyjum og Hjaltlandi. Fyrri bókin sem hér er nefnd, The
Runic Inscriptions ofMaeshowe, Orkney, er afrakstur eins þáttar í þeim rannsóknum,
þ.e.a.s. athugunar á rúnaáletrunum í Maeshowe-haugnum á Orkneyjum. Þessi haug-
ur eða steindys er talinn um 5000 ára gamall, en einhvem tíma á miðöldum hefur ver-
ið brotist inn í hann og þá, eða síðar, verið ristar rúnir á veggi og dregnar myndir.
Haugurinn var svo rofinn 1861 og hefur verið mikið rannsakaður síðan. Áletranimar
hafa hins vegar þótt næsta dularfullar. Bók Bames er fyrsta heildarrannsóknin á þeim.
Hún hefst á inngangi um hauginn, rúnagerðina og ytri einkenni áletrananna. Síðan
kemur kafli um túlkun rúnanna, þá kafli um málið á þeim. í fjórða kafla er svo fjall-
að um hverja áletran fyrir sig. Þar á eftir kemur ritaskrá, þar sem mest ber á ritum um
rúnaáletranir og norrænu málleifamar á Orkneyjum og Hjaltlandi, eins og vænta má.
Bókinni lýkur svo á tæplega sjötíu myndum af áletmnunum, en alls er bókin 298 blað-
síður í meðalbroti. Þetta er bók einkum ætluð rúnafræðingum og grimmum málsögu-
mönnum og ekki mjög við alþýðuskap, enda er hún gefin út í virðulegri ritröð um
rúnafræði (Runrön, rúnafræðiröð sem Stofnun norrænna ntála við Uppsalaháskóla
gefur út).
Bókin The Norn Language ofOrkney and Shetland á að geta náð til miklu víðari les-
endahóps. Þetta er reyndar aðeins lítið kver, xii + 58 blaðsíður í litlu broti og með
nokkmm ólíkindum hversu miklum fróðleik höfundi tekst að koma fyrir í svo litlu
kveri án þess að framsetning verði tyrfin. Einföld kort em til glöggvunar og skýrar
myndir af rúnasteinum og handritum em til fróðleiks og fríðleiksauka fyrir kverið.
Aftast er ritaskrá þar sem talin em öll helstu rit um þetta norræna mál á Orkneyjum
og Hjaltlandi, en örlög þess minna helst á örlög geirfuglsins við ísland: Síðast hefur
kannski verið eftir einn karl eða ein kerling á afskekktri eyju sem varðveitti leifar af
kunnáttu í þessu horfna tungumáli. Það er óhætt að mæla með þessu kveri fyrir alla
áhugamenn um norræn mál. Gallinn er bara sá að dagblaðið ‘Tíminn’ í Leirvík státar
ekki af öflugasta dreifingarkerfi útgáfubóka á alþjóðlegum markaði.