Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 82
80
Jörgen Pind
leiðir til ólíkrar samhljómunar sem verður til þess að ólík tíðnisvið
einstakra sérhljóða aukast eða minnka að styrk. Þar sem styrkurinn
eykst eru formendur málhljóðanna en þeir koma greinilega fram á
hljóðrófsritum (þessu er nánar lýst, meðal annars með myndum, hjá
Jörgeni Pind 1997:46-57).
Mælingar á formendum íslenskra sérhljóða hafa sýnt að stundum
er munur á tíðni þeirra í löngum og stuttum afbrigðum sérhljóða. A
það einkum við um sérhljóðin /e,o,ö/. Magnús Pétursson (1974b)
greindi þannig frá mælingum þar sem fyrsti formandi (Fl) var 550 Hz
og annar formandi (F2) 2400 Hz í löngu [e:]; í stutta hljóðinu voru
formendumir 750 Hz og 2050 Hz. Hér munar töluvert meiru en nem-
ur greinimun (e.just noticeable difference, JND) fyrir formendatíðni.
Samkvæmt Flanagan (1972) er greinimunurinn um 3-5% en í gögn-
um Magnúsar munar hvorki meira né minna en 36% á tíðni Fl, 17%
á tíðni F2. Munur sérhljóðanna ætti því að vera auðheyranlegur. Sjálf-
ur mældi ég (Jörgen Pind 1996c) tíðni fyrstu þriggja formenda í sér-
hljóðunum [a] og [e] í orðunum man, mann, men og menn hjá einum
málhafa. í miðjum [a]-hljóðunum reyndist meðaltíðni Fl, F2 og F3
vera 805 Hz, 1155 Hz og 2515 Hz í löngu [a:] en 805 Hz, 1170 Hz og
2480 Hz í stuttu [a]. Hér munar því sáralitlu á formendum langs og
stutts [a]. Allt annað varð uppi á teningunum þegar um sérhljóðið [e]
var að ræða. í löngu [e:] var tíðni fyrstu þriggja formendanna 435 Hz,
1905 Hz og 2445 Hz. í stuttu [e] mældust formendurnir hins vegar
510 Hz, 1600 Hz og 2425 Hz. Hér munar því töluverðu á fyrstu tveim
formendunum. Stutta [e]-hljóðið liggur nær miðju sérhljóðaþríhyrn-
ingsins, nær hlutlausu schwa- eða [o]-hljóði (F1 = 500 Hz; F2 = 1500
Hz) en langa [e]-ið. Munur á formendum í löngum og stuttum afbrigð-
um þessara þriggja sérhljóða kom einnig fram í mælingum Ástu Svav-
arsdóttur, Halldórs Ármanns Sigurðssonar, Sigurðar Jónssonar og Sig-
urðar Konráðssonar (1982).
í skynjunartilraun (Jörgen Pind 1996c) var kannað hvort hlustend-
ur væru næmir fyrir þessum mikla mun á [e]-hljóðunum og reyndist
svo vera. í tilrauninni voru notuð fyrrgreind fjögur orð — man, mann,
men og menn — og voru þau tekin úr hópi þeirra orða sem áður höfðu
verið notuð við mælingar á sérhljóðaformendum. Unnið var með tvö
dæmi um hvert orð, annað hafði verið lesið hægt en hitt hratt. Úr þess-