Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 264
262
Ritdómar
Jörgen Pind. 1997. Sálfrœði ritmáls og talmáls. Háskólaútgáfan, Reykjavík. 302
bls.
Inngangur
Margir fræðimenn eru þannig gerðir að þeim „þykir sinn fugl fagur“, þ.e. þeim finnst
sú fræðigrein merkilegust sem þeir stunda sjálfir og þeir eru tiltölulega áhugalitlir um
þau fræði sem aðrir fást við. Þess eru líka dæmi að fræðimönnum „þyki allt lágt hjá
sér“, þ. e. að þeim þyki viðfangsefni annarra heldur lítils virði miðað við það sem þeir
glíma sjálfir við. Þó eru þeir til sem álíta að samvinna og samstarf fræðimanna af
skyldum eða jafnvel ólíkum sviðum hljóti að vera af hinu góða. Ég hugsa að sú bók
sem hér er til umræðu gleðji einkum þá lesendur íslensks máls sem eru þessarar skoð-
unar.
Höfundur bókarinnar Sálfrœði ritmáls og talmáls, Jörgen Pind, á nokkuð óvenju-
legan feril að baki. Hann mun hafa byrjað háskólanám sitt í læknisfræði en hætt eftir
fyrsta misserið. Það er í sjálfu sér ekki óvenjulegt, eins og kunnugt er, því aðeins lít-
ill hluti fyrsta árs nemenda í læknisfræði nær að komast í gegnum síuna á fyrsta ári.
Jörgen náði hins vegar prófunum en ég hef fyrir satt að honum hafi sýnst að læknis-
fræði myndi ekki henta honum sem rannsóknasvið. Hann venti því kvæði sínu í kross,
færði sig yfir í íslensku og lauk B.A.-prófi í þeirri grein. Að því loknu sneri hann sér
að sálfræðinámi og lauk meistaraprófi og doktorsprófi í tilraunasálfræði frá háskólan-
um í Sussex á Englandi. Doktorsritgerðin fjallaði um skynjun hljóðlengdar og að-
blásturs í íslensku (sjá lfka grein í þessu hefti íslensks máls) og þar hefur Jörgen vænt-
anlega nýst sú undirstöðumenntun í íslenskri málfræði sem hann fékk í íslenskunám-
inu á sínum tíma. Starfsferillinn er ekki síður fjölbreyttur því Jörgen hefur m. a. kennt
sálfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð, skrifað inngangsbók um sálfræði (ásamt
konu sinni Aldísi Guðmundsdóttur), skrifað ýmsar handbækur og kennslukver um
tölvunotkun, verið sérfræðingur á Orðabók Háskólans og loks forstöðumaður þeirrar
stofnunar um skeið. En þá var aftur komið að því að venda kvæðinu í kross og Jörgen
varð prófessor í sálfræði við Háskóla íslands eftir að hafa verið eitt ár í rannsóknaleyfi
sem gistifræðimaður við Massachusetts Institute of Technology í Bandarikjunum.
Ferill Jörgens er rakinn hér af því að hann skýrir að nokkru leyti eðli þeirrar bók-
ar sem hér er til umræðu. Um leið er bæði ferillinn og bókin góð ábending um það að
íslenskunám getur ekki bara nýst mönnum sem undirbúningur undir fræðistörf á hefð-
bundnum vettvangi íslenskra fræða heldur er hægt að tengja það á athyglisverðan hátt
við aðrar greinar.
Efni bókarinnar
Bókin skiptist í sjö kafla auk inngangs. Kaflarnir fjalla um eftirtalin efni í þessari röð:
sjón og heyrn, talmál, talskynjun, talskynjun barna, ritmál, lestur, lestrarnám og tor-
læsi. Af þessu má sjá að efnið er býsna fjölbreytt en þó eru efnisleg tengsl á milli kafl-
anna. — I kaflanum um sjón og heyrn er gerð tilraun lil að flétta saman umfjöllun um